Blaðamannasiðareglur í þágu sakborninga

Í viðtengdri frétt, um úrskurð siðanefndar Blaðamannafélags Íslands, segir að almennir borgarar njóta minni verndar en áður er þeir verða fréttaefni óvandaðra blaðamanna. Núverandi siðareglur tóku gildi í fyrra. Þáverandi varaformaður Blaðamannafélags Íslands, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni/Heimildinni, fór fyrir nefndinni sem endurskoðaði gömlu siðareglurnar, sem höfðu verið í gildi í 30 ár.

Aðalsteinn er frá febrúar 2022 sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu. Í hlutverki sakbornings breytti Aðalsteinn siðareglum blaðamanna í þágu siðlausra blaðamanna. Tilfallandi skrifaði blogg um þessa sérkennilegu háttu forystu blaðamanna. Yfirskriftin Siðareglur miskunnarlausra blaðamanna

Einu sinni voru siðareglur sem tóku vara á að óvandaðir blaðamenn nýttu sér bágindi fólks.

Þriðja grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands hljómaði til skamms tíma svona:

Blaðamaður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.

Um svipað leiti og RSK-blaðamenn tóku til við að misnota alvarlega veikan einstakling var settur kraftur í að breyta siðareglum blaðamanna. Endurskoðaðar siðareglur litu dagsins ljós í vor. Búið er að fella út innihald þriðju greinarinnar um að ,,forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu."

Varaformaður Blaðamannafélags Íslands, Aðalsteinn Kjartansson, á Heimildinni, áður RÚV, var í forystu nefndarinnar sem endurskoðaði siðareglunar. Aðalsteinn er sakborningur í yfirstandandi lögreglurannsókn á byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans. Aðrir sakborningar eru Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson, Ingi Freyr Vilhjálmsson, allir á Heimildinni, og Þóra Arnórsdóttir sem var ritstjóri Kveiks á RÚV.

í viðtengdri frétt er vörn kærðra blaðamanna að nýjar siðareglur verndi ekki einkalíf fólks. Þær vernda heldur ekki minni máttar. Blaðamenn, samkvæmt siðareglum, hafa fullan rétt til að vaða á skítugum skónum inn í líf fólks og misbjóða virðingu þeirra sem eiga um sárt að binda.

Siðareglur, sem vernda ekki fólk er stendur höllum fæti eða hefur orðið fyrir áföllum í lífinu, eru ekki heilbrigðar. Ekki frekar en blaðamannastéttin.


mbl.is Vísir braut gegn siðareglum með myndbirtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband