Kúrsk blekking, Krím markmiđiđ?

Úkraínuher sćkir fram í Kúrsk-hérađinu í Rússlandi. Samvkćmt DPA-rásinni er víglínan fljótandi. Frumkvćđiđ í höndum Úkraínuhers en Rússar elta. Vestrćnir meginstraumsmiđlar vita ekki í hvorn fótinn ţeir eiga ađ stíga: flýtir Kúrsk-ađgerđin falli Úkraínu eđa er hún snjallasta herbragđ seinni tíma stríđssögu og fćrir Selenenskí og félögum sigur yfir Pútín og Kremlarherrum?

Ţýska útgáfan Die Welt er dćmi um tvísagnir af Kúrsk-ađgerđinni. Um hádegisbil í gćr birtist fréttaskýring sem sagđi ađgerđina flýta ósigri stjórnarhersins. Vitnađ er í sérfrćđinga sem draga upp dökka mynd af möguleikum Úkraínuhers í Kúrsk. Meginniđurstađa er ađ Úkraínu skorti mannskap og vestrćn hergögn til ađ knýja fram sigur í Kúrsk og leggja undir sig rússneskt land svo nokkru nemi.

Síđdegis í gćr birtist í sömu útgáfu, ţ.e. Die Welt, fréttaskýring, einnig međ vísanir í hernađarsérfrćđinga, er segir Kúrsk-ađgerđina í norđri líklega blekkingu af hálfu stjórnarinnar í Kćnugarđi. Raunverulegt markmiđ er leifturárás í suđur, til ađ ná aftur Krímskaganum, sem Rússar hertóku fyrir áratug. Málsmetandi sérfrćđingar virđast trúa ađ Úkraínuher sé í stakk búinn ađ stríđa samtímis í norđri og suđri međ árangri. En sami her gefur eftir á meginvíglínunni í Austur-Úkraínu.

Rússar ná síđustu daga verulegum landvinningum á austurvígstöđvum, á Donbass-svćđinu. Sé Kúrsk blekking og Krím nćst á matseđlinum verđur árangur í norđri og suđri keyptur međ tapi í austri. Ef, og ţađ er stórt ef, ţetta sé raunveruleg áćtlun Úkraínu. 

Fréttir eru af stórfelldum liđssafnađi í Hvíta-Rússlandi, bandamanni Rússlands, viđ landamćri Úkraínu vestur af Kúrsk-hérađi. Hersveitirnar í Hvíta-Rússlandi gćtu veriđ rússneskar. Sé ţađ tilfelliđ eru uppi áform um sókn ađ Kćnugarđi, höfuđborg Úkraínu.

Stríđsţoka er hugtak úr hernađarfrćđum. Átt er viđ ađ kvik stađa á vígvellinum geri ómögulegt ađ spá um úrslit. Stríđsţoka virđist hafa lagst yfir stríđiđ í heild sinni síđustu daga. Tilfallandi skođun er ađ Kúrsk sé ekki blekking og ţađ verđi engin árangursrík leifturárás á Krímskaga. Kúrsk-ađgerđin mun ekki skila niđurstöđunni sem vćnst var, ađ Rússar flyttu herliđ í stórum stíl frá Donbass til ađ verja móđurlandiđ. Kúrsk-hérađ er ekki hernađarlega mikilvćgt svćđi. Rússar hafa efni á ađ láta Úkraínuher leika ţar lausum hala um hríđ. Úkraína, aftur, hefur ekki efni á ađ tapa Donbass, austurvígstöđvunum. Eftir sigur ţar er Rússum leiđin greiđ ađ Dnjepr-fljóti sem klýfur Úkraínu í tvennt.

 


mbl.is Drónaárásir á báđa bóga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 22. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband