Grafarró og salernisfriður í menningarstríðinu

Tvær fréttir af vígstöðvum menningarstríðsins í liðinni viku eru að kirkjugarðar og krossinn skulu út af sakramentinu annars vegar og hins vegar að konur eru sviptar friðhelgi á opinberum salernum.

Á yfirborðinu ekki þungavigtarmál en bæði taka til rótgróinna siða. Venjur og siðir móta samfélagið og taka hægum breytingum. Nema þegar niðurrifsöfl ráða ferðinni.

Frá kristnitöku fyrir þúsund árum eru menn jarðsettir í kirkjugarði og þar á krossinn heima. Kross og kirkjugarður er hluti af menningu okkar. Þeir fáeinu sem ekki sætta sig við greftrunarsiði samfélagsins eiga sem hægast að fara aðra leið, láta brenna sig eða husla utan garðs. 

Salerni hafa verið kynjaskipt á veitingahúsum, stærri vinnustöðum og opinberum byggingum. Venjan er einkum til hagræðis fyrir konur. Þorri karla lætur sér litlu skipta hvar vatni er kastað. Kynjaskipt salerni varða öryggi kvenna. Salernum má loka og læsa eins og kvenkyns þingmaður Pírata auglýsti rækilega síðasta vetur. Fyrir afnám kynskiptra salerna var karl á bannsvæði á kvennaklósetti. Pervertareglur veita nú körlum frjálsan aðgang að einkarýmum sem áður voru kvenna einna.

Hvers vegna er grafarró raskað og konum gert að sjá af sjálfsögðum réttindum?

Jú, barátta stendur yfir um skilgreininguna á okkur sem einstaklingum og samfélaginu sem við búum í. Tvö öfl takast á, hefð og niðurrif. Hefðin er til hægri, niðurrifið til vinstri.


Bloggfærslur 18. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband