Hamas-atkvæðin í Bretlandi

Telegraph segir að nokkur þingsæti í Bretlandi hafi verið unnin af frambjóðendum sem lofuðu Hamas-hryðjuverkasamtökunum á Gasa fullum stuðningi. Það sem meira er; múslímaatkvæðin fóru í afgerandi hlutfalli til þessara frambjóðenda.

Aðeins örlítið hlutfall breskra múslíma hefur einhverja tengingu við Gasa eða heimastjórn Palestínuaraba á vesturbakkanum. Þorri breskra múslíma á ættir að rekja til Pakistan, Bangaladess, Sómalíu og Indlands. En sem kjósendahópur eru múslímar ofurseldir Hamas-hugmyndafræðinni að útrýma Ísraelsríki.

Frambjóðendurnir, sem sóttust eftir og fengu Hamas-fylgið, voru vel meðvitaðir um hug múslímsku kjósendanna. Telegraph rekur dæmin. Fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, fékk kjör til þingmennsku sem sjálfstæður frambjóðandi og felldi frambjóðanda Verkamannaflokksins.

Hamas og Palestína eru landfræðilega, pólitískt og menningarlega í órafjarlægð frá Pakistan, Indlandi, Bangladess og Sómalíu. En, vel að merkja, ekki trúarlega.

Trúarleg samstaða með öfgaútgáfu af herskáustu sort af íslam trompar allt annað sem drjúgur hluti múslíma telja skipta máli í almennum þingkosningum í Bretlandi - sem er enn að nafninu til veraldlegt vestrænt ríki, svona eins og Ísrael.

Múslímar koma ekki í stórum hópum til vesturlanda til að samlagast vestrænum gildum. Markmiðið er að íslamvæða vestrið. Eins og það er huggulegt að búa við Hamas-yfirvaldið í Gasa og klerkastjórnina í Íran. Einkum eru það minnihlutahópar eins og samkynhneigðir og kristnir sem láta vel af atlæti íslamista. Eða hitt þó heldur.

 


Bloggfærslur 8. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband