Sigmundur Davíð, íslenskur Farage

Miðflokkurinn í Bretlandi kennir sig við umbætur og fékk 14 prósent atkvæða, sama hlutfall og Miðflokkurinn mælist með hér á landi. Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur þeirra Breta, fékk 24% fylgi, nokkru meira en fylgi móðurflokks íslenskra stjórnmála nú um stundir.

Líkt með Sigmundi Davíð og Farage er að hægrisinnaðir kjósendur leita til þeirra er ráðandi hægriflokkur, Íhaldsflokkurinn í Bretalandi og Sjálfstæðisflokkur hér heima, tapar trúverðugleika. 

Ólíkt Sjálfstæðisflokknum hafa íhaldsmenn í Bretlandi skipt ört um formenn á síðustu árum. Frá Brexit-þjóðaratkvæðinu 2016 eru formennirnir fimm. Bjarni Ben hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins allar götu síðan 2009. Samanburðurinn, að því marki sem hægt er að bera þessa tvo flokka saman, gefur til kynna að trúverðugleikinn ráðist af stefnu fremur en formennsku.

Báðir hægriflokkarnir hafa gert þau mistök að taka upp stefnu ættaða úr hugmyndaheimi vinstrimanna. Einstakir málaflokkar eru t.d. t.d. hamfaratrú í loftslagsmálum og transhugmyndafræði. Alþjóðahyggja, m.a í formi ESB-daðurs, er stef í forystu beggja flokka þótt þorri fylgismanna taki þjóðhyggju fram yfir. Vegna alþjóðhyggjunnar eru útlendingamál til vandræða í báðum flokkum.

Trúverðugleika er erfitt að mæla. Atkvæðafylgi er aftur skýr og afmörkuð hlutfallstala. Skriftin er á veggnum, nenni menn að lesa.

 

 


mbl.is Stórmerkilegar kosningar að baki og Farage á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband