Úkraína er evrópskt vandamál

Bandaríkin eru ţreytt á kröfum Evrópuríkja ađ ausa vopnum og fé í Úkraínu, sem í raun er evrópskt vandamál. Á ţessa leiđ mćlir Elbridge Colby í Telegraph. Colby er handgenginn Trump. Telegraph telur ađ sigri Trump forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust fái Colby áhrifastöđu í bandarískri utanríkisstefnu.

Úkraínudeilan var seld almenningi á vesturlöndum sem framhald af kalda stríđinu, barátta góđs og ills, borgaralegs lýđrćđis gegn kommúnisma. Í raun er deilan ,,gamaldags landvinningastríđ", eins og Ţordís Kolbrún utanríkis orđar ţađ. Bandaríkin og Evrópusambandiđ ćtluđu sér landvinninga í austri, fyrst Úkraína síđan Rússland.

Kremlarbćndur töldu sig hafa loforđ frá falli Berlínarmúrsins og sameiningu Ţýskalands ađ Nató og vestriđ hygđu ekki á útţenslu í austurveg. Lítiđ fór fyrir ţeim efndum. Eftir ađ Miđ-Evrópa og Pólland og Eystrasaltsríkin urđu Nató-ríki um og eftir aldamót sögđu Rússar hingađ og ekki lengra. Ef Nató vćri friđarbandalag, eins og látiđ er í veđri vaka, hefđi Rússum veriđ bođin ađild eftir fall járntjaldsins. En ţađ gerđist ekki, stóđ aldrei til.

Vestriđ vildi Rússland ekki sem bandamann heldur sífellt veikari andstćđing er loks gćfi sig upp sem hjálenda án ţess ađ skoti vćri hleypt af. Stjórnvísin byggđi á kaldastríđsforsendum, vestriđ ynni Rússland međ efnahagsmćtti líkt og Sovétríkin voru lögđ ađ velli. Er Úkraínu og Georgíu var bođin Nató-ađild á leiđtogafundi í Búkarest 2008 sendu Rússar vopnuđ skilabođ, lögđu undir sig Georgíu í ágúst sama ár. Smáríki, var sagt í höfuđborgum vestursins. Rússar gjamma en bíta ekki, hafa ekki til ţess tennur.

Stjórnarbylting í Kćnugarđi 2014 setti Úkraínudeiluna í farveg, sem fyrir hálfu ţriđja ári breyttist í fullveđja stríđ. Búkarest-yfirlýsingin er frá apríl 2008. Er fram líđa stundir verđur hún til marks um háflćđi vestrćns hroka. Í yfirlýsingunni er talađ um árangursríkan herleiđangur í Afganistan. Ćvintýrinu í múslímaríkinu lauk í ágúst 2021, 13 árum eftir Búkarest-yfirlýsinguna. Í 20 ár reyndi vestriđ ađ umskapa Afganistan en mistókst herfilega. En, auđvitađ, ţá er um ađ gera ađ umturna kjarnorkuveldinu Rússlandi, léttmeti í samanburđi viđ Afganistan, er ţađ ekki?

Flest gengur vestrinu í óhag í Úkraínu. Stríđiđ mjakast hćgt, mćlt í landvinningum, en ţađ eru Rússar sem sćkja. Stjórnin í Kćnugarđi verst međ vestrćnum vopnum og fjármagni. Hve lengi enn er óvíst. Hitt er ţeim ljóst, sem fylgjast međ, ađ hverfandi líkur eru á hamingjuskiptum stríđsađila.  

Nái Trump kjöri í nóvember gćti annađ af tvennu gerst. Bandaríkin kipptu ađ sér höndunum og Úkraína yrđi ofurseld Rússum. Hinn kosturinn er friđarsamningar, mjög á rússneskum forsendum.

Stuđningur kjósenda á vesturlöndum viđ Úkraínu mun ekki aukast. Almenningur er nógu upplýstur til ađ átta sig á ađ bitamunur en ekki fjár er á lýđrćđisást í Kćnugarđi og Moskvu. Pútín í Rússlandi er međ ţađ umfram Selenskí í Úkraínu ađ hafa lögmćtt lýđrćđislegt umbođ. Kjörtímabili Selenskí rann út í vor. Engar kosningar, stjórnađ međ tilskipunum. Fyrir margt löngu voru menn í hermannabúningum ráđandi afl í Suđur-Víetnam, međ Bandaríkin sem bakhjarl en litla alţýđuhylli. Selenskí sést aldrei nema í kakí-fötum. 

Evrópa, í merkingunni Evrópusambandiđ plús Bretland, á ekki rođ viđ Rússlandi. Ţrátt fyrir ađ telja hálfan milljarđ, Rússland hýsir 150 milljón sálir, er Evrópusambandiđ efnahagsrisi á hernađarlegum brauđfótum sem háđur er rússneskum hrávörum, einkum gasi og olíu en einnig korni sem áđur var úkraínskt en brátt rússneskt. Án Bandaríkjanna tapast Úkraína.

Litla Ísland má prísa sig sćlt ađ vera ekki á áhrifasvćđi Evrópusambandsins.

 

 


mbl.is Selenskí mćtir á NATO-fundinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. júlí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband