Sakborningafrétt á RÚV, fréttamađur í felum

RÚV sagđi í hádegisfréttum í gćr tíđindi af byrlunar- og símastuldsmálinu, kallađi ţađ raunar skćruliđamál. Sakborningar voru tíundađir,  blađamennirnir Ađalsteinn Kjartansson, Arnar Ţór Ingólfsson, Ingi Freyr Vilhjálmsson, Ţórđur Snćr Júlíusson og Ţóra Arnórsdóttir.

Um nýjasta liđsmann fréttastofu RÚV, Inga Frey Vilhjálmsson, sagđi ţetta:

Lengst af var taliđ ađ sakborningarnir vćru fjórir en Ingi Freyr var upplýstur um stöđu sína sem sakborningur í mars 2023.

Hvers vegna var ekki sagt ađ Ingi Freyr er nýráđinn fréttamađur á RÚV? Bćđi Vísir og mbl.is sögđu frá en RÚV ţegir.

Fréttin á RÚV er á fagmáli kölluđ ekki-frétt. Ekkert nýtt er í fréttinni, ađeins sagt ađ lögreglurannsókn standi enn yfir og ekkert sé ađ frétta. Ekki-fréttir urđu til á öld prentmiđlunar og ţjónuđu ţeim tilgangi ađ fylla upp í autt pláss dagblađa.

Stafrćnir fjölmiđlar ţurfa ekki ađ fylla upp í autt pláss. Ţađ yrđi ađeins einni frétt fćrra, enginn tćki eftir ađ ekki-frétt vantađi. Fréttin er vikugömul, ţađ kemur fram í textanum. Einhverra hluta vegna var fréttin skrifuđ og birt í gćr. Eina fréttnćma atriđi ekki-fréttarinnar er ađ sakborningur fćr starf á fréttastofu ríkisfjölmiđilsins. En ţađ efnisatriđi var ritskođađ úr fréttinni.

Hvers vegna er ráđning Inga Freys feimnismál á fréttastofunni? Jú, međ mann grunađan í lögreglurannsókn á fréttastofu verđa allar fréttir um sakamál tortryggilegar og eftir ţví ótrúverđugar. Sakborningur á ritstjórn fjölmiđils er alltaf líklegur til ađ láta fréttamat litast ađ réttarstöđu sinni. Sama gildir um samstarfsfélaga. Vanhćfi birtist hér í sinni skýrstu mynd.

Furđulegt háttalag hunds um nótt kemur fyrir í spćjarasögu Sherlock Holmes. Hundurinn gelti ekki ađ óvelkomnum gesti. Fréttastofa RÚV geltir ekki en birtir frétt sem opinberar óviđunandi og ólíđandi ástand, ađ grunađur um glćp fái dagskrárvald á ríkisfjölmiđli. Opin spurning er hvort ekki-fréttin sé skrifuđ til ađ afhjúpa ófremdarástand RÚV eđa hvort um er ađ rćđa fingurbrjót.

Hreiđar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV svarađi fyrirspurn sem var beint ađ honum og sagđi síđdegis í gćr:

Ingi Freyr er međ tímabundna ráđningu hjá RÚV og ţví ekki ráđinn til starfa á grunni auglýsingar. Ađ öđru leyti hefur RÚV ekki forsendur til ađ svara spurningum ţínum.

Ef fréttastjórinn siđprúđi fer međ rétt mál varpar ţađ ljósi á hörmungarstöđu Heimildarinnar. Ingi Freyr var ţar í föstu starfi en hćttir til ađ fá tímabundna vist á RÚV. Vel ađ merkja, RÚV leikur oft ţann leik ađ ráđa tímabundiđ, auglýsa síđar stöđuna og fastráđa ţann lausráđna međ ţeim rökum ađ hann sé međ reynslu í starfiđ.

Ingi Freyr býr ekki ađ neinni reynslu í ljósvakamiđlun. Stefán útvarpsstjóri taldi aftur nauđsynlegt ađ ráđa blađamann Heimildarinnar. Var mannaráđningin endurgjald fyrir greiđa er Stundin/Heimildin tók viđ Helga Seljan? Helgi varđ persona non grata á RÚV eftir ađ lögreglurannsókn hófst á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuldi á síma hans og afritun.

Í stađ ţess ađ fjölmiđlar upplýsi afbrot og siđlausa háttsemi í samfélaginu skjóta ţeir skjólshúsi yfir grunađa menn. Í hinu orđinu segjast fjölmiđlar hornsteinar lýđrćđis. Á Efstaleiti eru á sveimi skringilegar hugmyndir um lýđrćđiđ.

 

 

 


Bloggfćrslur 25. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband