Pútín ógnar ekki Íslandi

Í Úkraínu er stríđ sem kemur Íslandi ekki viđ. Á leiđtogafundi Nató í Búkarest áriđ 2008, já, fyrir 16 árum, var tilkynnt ađ Georgíu og Úkraínu yrđi brátt bođin ađild ađ hernađarbandalaginu. Í framhaldi varđ eitt smástríđ, í Georgíu, og annađ langvinnt í Úkraínu.

Ástćđa átakanna er ađ Rússum ţótti ţjóđaröryggi sínu ógnađ međ vćntanlegri inngöngu tveggja ríkja, Úkraínu sérstaklega, í hernađarbandalag sér óvinveitt. Frá landamćrum Úkraínu er dagleiđ á skriđdreka til Moskvu.

Menn geta sagt margt um Nató, ađ ţađ sé friđarbandalag, saumaklúbbur eđa bólverk vestrćnnar menningar. En ekki er hćgt ađ álykta annađ um rússneskt ţjóđaröryggi en ađ ţađ sé Rússa sjálfra ađ meta ţađ. Eftir ađ Sovétríkin fóru á öskuhaug sögunnar fyrir 35 árum stóđ eftir Rússland, ásamt smćrri lýđveldum. Bandaríkin og ESB, međ Nató sem verkfćri, fćrđu út kvíarnar, juku áhrif sín, á fyrrum áhrifasvćđi Sovétríkjanna/Rússlands í Austur-Evrópu.

Fyrst um sinn, á tíunda áratug síđustu aldar, létu Rússar sér nćga ađ ćmta. Eftir aldamót varđ tóninn alvarlegri. Rússar myndu ekki láta yfir sig ganga ađ Nató-her sćti öll vesturlandamćri ríkisins.

Árin 16 frá Búkarestfundinum eru ekki löng spönn. En á ekki lengri tíma tókst vestrinu ađ forheimskast svo undrun sćtir. Í vestrinu er átrúnađur á manngert veđurfar, menn trúa ađ karlar geti fćđst konur, og öfugt, og ađ Hamas séu mannvinir í anda móđur Theresu. Engin furđa ađ sama liđiđ trúi ađ spilltasta ríki Evrópu, Úkraína undir stjórn Selenskí, sé vagga vestrćns lýđrćđis og mannréttinda.

Pólitík, hvort heldur innanríkis eđa utanríkis, verđur til í samhengi viđ félagslegar og menningarlegar ađstćđur. Ímyndin um vestrćna yfirburđi fékk steraskot á sama tíma og veruleikinn sýndi takmarkanir vestursins. Tilraunir ađ skapa vestrćnar hjálendur í Írak og Afganistan í byrjun aldar mistókust. Menning á sigurbraut getur ekki endurskođa sig, tamiđ sér hóf ţar sem áđur var hroki. Stundum splundrast slík menning, líkt og ţriđja ríkiđ voriđ 1945, eđa kođnar niđur eins og kommúnisminn frá innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968 til falls Berlínarmúrsins rúmum tveim áratugum síđar. Eldri dćmi um hćgfara hnignun eru Rómarveldi og heimsveldi kennt viđ Tyrki.  

Úkraínustríđiđ er endastöđ sigurvegara kalda stríđsins í menningarlegum, hernađarlegum og pólitískum skilningi. Enn er opin spurning hvort sléttustríđiđ verđi stađbundiđ eđa fari međ Evrópu og heiminn allan fram af bjargbrúninni. Tilfallandi skođun er kellíngarnar í vestrinu hafi ekki pung í Pútín. Ekki ađ ţađ skipti máli hvort Pútín eđa Medvedev sitji Kreml. Einstaklingar koma og fara en öryggishagsmunir ríkja eru varanlegir.

Hjađningavíg slavnesku brćđraţjóđanna liggja utan öryggishagsmuna Íslands. Úkraína var blekkt til fylgilags viđ stjórnmálamenningu á síđasta söludegi. Vestriđ ofmat eigin styrk og vanmat rússneska stađfestu. Ţar liggur hundurinn grafinn.

 


mbl.is Nýi ráđgjafinn leggur til spurningu fyrir frambjóđendur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 18. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband