Loftslagsráðherra vill banna bensínbíla árið 2025

Jóhann Páll Jóhannsson er loftslagsráðherra í nýrri ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Jóhann Páll boðar að á Íslandi verði bannað að nýskrá bensínbíla eftir áramót. ,,Þetta eru þær alvöru aðgerðir í lofts­lags­málum sem Sam­fylk­ingin hefur kallað eft­ir. Við notum orðið alvöru af því við höfnum sýnd­ar­mennsku og upp­lýs­inga­óreiðu [gömlu] rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­um," skrifar Jóhann Páll.

Svo ekkert fari á milli mála er sannfæring loftslagsráðherra skráð og skjalfest með eftirfarandi orðum:

Í lofts­lagskafl­anum boðum við [Samfylkingin]  m.a. upp­stokkun í land­bún­að­ar­kerf­inu, hrað­ari orku­skipti með fjölgun raf­hleðslu­stöðva og banni við nýskrán­ingu bens­ín­bíla frá og með árinu 2025, bylt­ingu í almenn­ings­sam­göngum með flýt­ingu Borg­ar­línu (feitletr. pv)

Báðar tilvitnanir eru úr grein Jóhanns Páls fyrir þrem árum þar sem hann útlistar loftslagsaðgerðir Samfylkingar, komist flokkurinn til valda. Nú er flokkurinn kominn í stjórnarráðið, stýrir bæði forsætisráðuneytinu og loftslagsráðuneytinu. Á milli jóla og nýárs hlýtur Jóhann Páll með stuðningi Kristrúnar forsætis að setja reglugerð sem bannar nýskráningu bensínbíla eftir fimm daga.

Annars eru hvorki Jóhann Páll né Samfylking ,,alvöru," samkvæmt eigin skilgreiningu, heldur haldin ,,sýndarmennsku og upplýsingaóreiðu."

 

 


Bloggfærslur 27. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband