Þriðjudagur, 24. desember 2024
Kvennajól í fullri auðmýkt
Er Ísland kvennaríki? spyr RÚV í tilefni af valkyrjustjórn þriggja kvenna. Segir síðan:
Forseti Íslands og forsætisráðherra eru konur. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórn Íslands. Biskup Íslands er kona sem og ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari.
Til að svara spurningu RÚV er vitanlega fengin kona. Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands segir karla enn þvælast fyrir, einkum og sérstaklega í viðskiptum og efnahagsmálum.
Það verður munur þegar konurnar ná yfirhöndinni í einkageiranum, þar sem peninga er aflað. Núna raða þær sér helst í valdastöður þeim megin borðsins sem fjármunum er eytt.
Þorgerður segir konur umgangast vald af meiri auðmýkt en karlar. Svona eins og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Gleðileg jól, konur sem karlar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)