Kvennajól í fullri auðmýkt

Er Ísland kvennaríki? spyr RÚV í tilefni af valkyrjustjórn þriggja kvenna. Segir síðan:

Forseti Íslands og forsætisráðherra eru konur. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórn Íslands. Biskup Íslands er kona sem og ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari.

Til að svara spurningu RÚV er vitanlega fengin kona. Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands segir karla enn þvælast fyrir, einkum og sérstaklega í viðskiptum og efnahagsmálum.

Það verður munur þegar konurnar ná yfirhöndinni í einkageiranum, þar sem peninga er aflað. Núna raða þær sér helst í valdastöður þeim megin borðsins sem fjármunum er eytt.

Þorgerður segir konur umgangast vald af meiri auðmýkt en karlar. Svona eins og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.

Gleðileg jól, konur sem karlar.


Bloggfærslur 24. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband