Orðspor byrlunarútgáfu og netníðings

Bratt nokkuð hjá Vilhjálmi Þorsteinssyni stjórnarmanni Heimildarinnar að segja orðsporsáhættu að sameinast Mannlífi Reynis Traustasonar. Heimildin og þar áður Kjarninn, þar sem Vilhjálmur var einnig stjórnarmaður, fara í sögubækur íslenskra fjölmiðla sem byrlunarmiðlarnir - ásamt Stundinni og RÚV. 

Kjarninn og Stundin höfðu samráð um að birta samtímis morguninn 21. maí 2021 sömu fréttina um meinta skæruliðadeild Samherja. Fréttin var hugarfóstur blaðamanna, aldrei var neinni skæruliðadeild til að dreifa. Eitt er að birta skáldskap og kalla frétt; annað og verra að réttlæta falsið með vísun í stolin gögn sem fengin eru með byrlun.

Ritstjórn Kjarnans vissi að lögbrot var framið áður en skáldskapurinn um skæruliðadeildina var kynntur sem frétt. Í Kjarnanum þann 21. maí 2021 stóð skýrt og skilmerkilega:

Ábyrgðarmenn Kjarnans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miðilsins bárust frá þriðja aðila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framið...

Kjarninn var þjófsnautur, þáði illa fengið efnið úr síma Páls skipstjóra Steingrímssonar. Blaðamenn birta ekki efni sem þeir vita ekki hvaðan kemur. Ábyrgðarmenn Kjarnans vissu hvernig í pottinn var búið. Til að komast yfir símann var Páli byrlað. Fyrir byrlun keyptu blaðamenn samskonar síma og skipstjórans, af Samsung-gerð, sem beið tilbúinn til að afrita símtæki Páls skipstjóra. Afritunarsíminn fékk númerið 680 2140. Númerið á síma skipstjórans er 680 214X. 

Aðgerðin gegn skipstjóranum var með aðild þriggja fjölmiðla og sex til átta blaðamanna. Miðlarnir voru RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar.

Stundin og Kjarninn báru ekki sitt barr eftir að byrlunar- og símamálið varð heyrinkunnugt árið 2022. Útgáfurnar voru sameinaðar í ársbyrjun 2023. Samkvæmt Gallup voru 15 þúsund notendur að Heimildinni þegar útgáfan hóf göngu sína; þeir eru núna 12 þúsund. Á huldu er hvernig Heimildin er fjármögnuð. Viðskiptablaðið fjallar um rekstur fjölmiðla og segir um Heimildina:

Tekjum félagsins er skipt í tvo liði, sölu og aðrar tekjur. Aðrar tekjur stóraukast, fara úr 32 milljónum árið á undan í 103 milljónir árið 2023. Ekki er að finna skýringu á öðrum tekjum í ársreikningi félagsins.

Huldufé sem mokað er í Heimildina fer þverrandi. Nú þarf að grípa til róttækra aðgerða til bjarga rekstrinum, - sameinast Mannlífi. Vilhjálmur kallar það orðsporsáhættu og hættir í stjórn útgáfufélags Heimildarinnar.

Þórður Snær Júlíusson, fyrrum ritstjóri Kjarnans og meðritstjóri Heimildarinnar, er skjólstæðingur Vilhjálms til margra ára. Í nýafstaðinni kosningabaráttu var Þórður Snær þingmannsefni Samfylkingar með stuðningi Vilhjálms, sem er fyrrverandi gjaldkerfi flokksins. Þórður Snær var afhjúpaður sem netníðingur, skrifaði margt ljótt um nafngreint fólk, og konur í heild sinni, undir dulnefni. Vilhjálmi finnst Þórður Snær fínn pappír en Reynir Trausta heldur síðri. Hvorki hefur Reynir átt aðild að byrlun né stuldi á síma frá manni í öndunarvél. Textinn sem Reynir skilur eftir sig er barnagæla í samanburði við skrif ,,þýska stálsins", sem var dulnefni Þórðar Snæs í netníðinu.

 

 


mbl.is Ósammála kaupunum á Mannlífi vegna orðsporsáhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband