Föstudagur, 13. desember 2024
Katrín og óþol sérviskunnar
Umburðalyndi í stjórnmálum og mannlífinu almennt felur í sér að meginstraumurinn, almenningur, lætur sér vel líka að sumir stundi sérvisku af einu eða öðru tæi. Kynlegir kvistir eru krydd í mannlífið annars vegar og hins vegar minna þeir á hvað sameinar hinn breiða fjölda.
Katrín Jakobsdóttir fyrrum formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir ástæðu ófara flokksins í nýafstöðum þingkosningum vera lítið ,,umburðarlyndi gagnvart málamiðlunum."
Katrín notar aðra merkingu hugtaksins umburðalyndi en útskýrt er hér að ofan. Hún á við umburðalyndi sérviskunnar. Katrín var formaður sérviskuflokks, sem fyrir sögulega tilviljun fékk meginstraumshlutverk, að leiða ríkisstjórn í tæp tvö kjörtímabil. Tvíþættur vandi flokksins fólst í að Katrín gekk fyrirvaralítið frá borði en meira þótt hitt að vinstri grænir þekktu ekki sinn vitjunartíma. Eftir kosningarnar 2021 átti flokkurinn að yfirgefa stjórnarráðið og þjóna sinni lund í stjórnarandstöðu.
Eðli sérviskunnar er öfgar. Umburðalyndi og öfgar eru andstæður, samkvæmt skilgreiningu. Mótsögn er að tala um umburðalyndar öfgar.
Sérviska sem Vinstri grænir tóku upp á sína arma eru til dæmis trans og loftslagsvá. Í báðum tilfellum er um að ræða öfgafólk sem krefst hlýðni við málstaðinn. Transliðið krefst breytinga á tungumálinu til að það falli að sérútgáfu fárra um lífið og tilveruna. Transið byggir á þeirri fávisku að kyn sé ekki líffræðileg staðreynd heldur geðþótti; karl fyrir hádegi verði kerling síðdegis með hugdettunni einni saman. Kennisetning í transinu er að sumir fæðist í röngum líkama. Það er ómöguleiki.
Loftslagssérvískan kennir að andrúmsloftið sé ofmettað koltvísýringi. Afleiðingin sé fyrirsjáanleg tortíming jarðarinnar í helvítishita. Tilfellið er að koltvísýringur mælist 400 ppm en hefur í jarðsögunni farið yfir 2000 ppm. Koltvísýringur, C02, er lífnauðsynlegur plönturíkinu. Án C02 svelta plöntur og deyja, jörðin verður óbyggileg. Sveltimörkin liggja við 150 ppm. Við erum nær skorti á koltvísýringi en ofgnótt. Loftslagskirkjan er á öndverðum meiði og rígheldur í sérvisku heimsendaspámanna. Valkvæð heimska íklædd trúarsannfæringu.
Vinstri grænir eru stofnaðir til að vera sérviskuflokkur, tískusósíalískur valkostur við borgaralegan kratisma. Pólitískar aðstæður, stjórnarkreppa, leiddu flokkinn í forystu ríkisstjórnar árið 2017, með Katrínu í öndvegi. Flokkurinn stóð, eftir fyrsta kjörtímabilið, frammi fyrir tveim kostum. Að gera sig að meginstraumsflokki, tálga sérviskuna, eða hverfa úr ríkisstjórn. Flokkurinn gerði hvorugt, hélt í sérviskuna og sat í ríkisstjórn. Sérstöku aðstæðurnar, sem voru fyrir hendi 2017, voru tímabundnar. Með sérvisku gátu Vinstri grænir lifað góðu lífi á þingi en utan ríkisstjórnar. Katrín kann málamiðlanir og gat, á meðan hún sat í forsæti, breitt yfir ágreining, bæði innan flokks og milli samstarfsflokka. Er Katrín hvarf af vettvangi og Svanhof kom í stað brast stíflan.
Á meðan Katrínar naut hafði sérviskan vingjarnlegt yfirbragð. Sérviska er aftur þess eðlis að hún er með óþol gagnvart heilbrigðri skynsemi. Sérviskan kann sér ekki hóf, verður öfgafyllri er frá líður, vill meira, sést ekki fyrir. Litlar þakkir fékk Katrín frá trans- og loftslagsliði fyrir að greiða götu þess langt umfram það sem eðlilegt gat talist. Þvert á móti, öfgaliðið valdefldist og heimtaði meira. Transarar kröfðust að málfrelsi yrði takmarkað. Gagnrýni á trans yrði skilgreind sem hatursorðræða.
Bakslagið kom í nýliðnum þingkosningum. Tveir sérviskuflokkar, Píratar og Vinstri grænir, þurrkuðust út af þingi. Sá þriðji, Sósíalistaflokkurinn, fékk ekki framgang.
Meðalhófið er farsælast. Óþol sérviskunnar leiðir til hörmunga, einatt mestar fyrir handhafana sjálfa.
Katrín: Ég upplifði bara raunverulega sorg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)