Heimildin: 33 500 kr. frá ríkinu fyrir hvern lesanda

Útgáfufélag Heimildarinnar, Sameinaða útgáfufélagið, fær frá ríkinu 33 500 krónur fyrir hvern daglegan lesanda. Fjölmiðlastyrkur ríkisins heldur lífinu í ósjálfbærum fjölmiðli.

Samkvæmt Gallup er Heimildin með 14 þúsund lesendur á viku. Til samanburðar er vikuinnlit á Tilfallandi athugasemdir 14 500. Vikulegur lestur upp á 14 þúsund þýðir að daglega er Heimildin með tvö þúsund lesendur.

Í viðtengdri frétt segir að Sameinaða útgáfufélagið ehf., sem gefur út Heimildina, fái tæpar 67 milljónir króna í fjölmiðlastyrk. Sé daglegum lesendum deilt upp í fjárhæðin kemur út að ríkið borgar Heimildinni 33 500 krónur fyrir hvern daglegan lesanda, segi og skrifa þrjátíu og fimm þúsund og fimmhundruð krónur.

Til samanburðar er DV sem hefur 15 þúsund daglega lesendur. Ef DV fengi sömu fjárhæð á hvern daglegan lesanda og Heimildin fær frá ríkinu ætti DV að fá um hálfan milljarð króna. Í viðtengdri frétt kemur fram að útgáfufélag DV fékk úthlutað 31 milljón króna. Mest lesnu miðlarnir, Vísir og Mbl, ættu hvor um sig að fá yfir einn milljarð króna frá ríkinu yrði sama formúla notuð og í tilfelli Heimildarinnar, 33 500 kr. pr. daglegan fjölda lesenda.

Páll skipstjóri Steingrímsson tók saman fyrir ári tölfræði um óeðlilegar fjárhæðir sem renna til Heimildarinnar af skattfé almennings. Þótt reikniaðferðin sé önnur blasir við sama myndin. Ósjálfbær fjölmiðill með fáa lesendur fær ríkisfé til að lifa af. 

Heimildin hefur ekki lesendur en bætir það upp með opinberri niðurgreiðslu hlutfallslega langt umfram aðra fjölmiðla. Orðið spilling hefur verið notað af minna tilefni.

 


mbl.is 27 fjölmiðlar fá samtals rúman hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband