Sjö félagasamtök gegn tjáningarfrelsi

Oddviti Lýðræðisflokksins á Norðurlandi eystra, Eld­ur Smári Krist­ins­son, formaður Sam­tak­anna 22, er boðaður á lögreglustöð í dag, degi fyrir kosningar, þar sem stendur til að ákæra hann fyrir hatursorðræðu. Kærandi er Samtökin 78.

Í viðtengdri frétt skrifa sjö félagasamtök upp á yfirlýsingu um að ólýðræðislegt sé að andmæla vók og trans. Vók er almenna heitið á pólitískum rétttrúnaði sem m.a. kennir transhugmyndafræði. Hornsteinn þeirrar hugmyndafræði er trúarsetningin að sumir fæðast í röngu kyni. En það er óvart ómöguleiki. Meðvitund og líkami nýbura er óaðskiljanleg heild. Enginn fæðist í röngu kyni og kynin eru aðeins tvö.

Eitt er að trúa á bábiljur, annað er krefjast að andmæli gegn trúarkreddunni séu bönnuð að viðlagðri refsingu.

Félagasamtökin sem standa að yfirlýsingunni um að banna skuli frjálsa orðræðu til að móðga ekki sértrúarhóp eru Sam­tök­in 78, Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands, Barna­heill, Trans Ísland, Stíga­mót, Geðhjálp og UNICEF. 

Tilfallandi var ákærður fyrir mánuði vegna þess að hann andmælti trans í skólum. Ákæran sem Eldur Smári stendur frammi fyrir er af sama toga. Tilfallandi veit til þess að a.m.k. einn annar hefur verið kallaður í yfirheyrslu lögreglu af sama tilefni.

Ef þessi aðför að tjáningarfrelsi borgaranna heppnast er andrými til frjálsra skoðanaskipta stórum skert. Skrefin í átt að lögregluríki eru kannski hænuskref, en skref samt.


mbl.is „Grafalvarlegt að logið sé að kjósendum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband