Laugardagur, 23. nóvember 2024
Þjóðin hefur viku til að verða edrú
Sunnudag eftir viku vaknar þjóðin með timburmenn og sér fram á kjörtímabil óreiðu og sundrungar - gangi skoðanakannanir eftir um úrslit þingkosninganna á laugardaginn kemur.
Kannanir segja að enginn kjölfestuflokkur fái umboð kjósenda. Veik þriggja flokka stjórn er í kortunum, mögulega enn veikari fjögurra flokka stjórn.
Enn er vika til kosninga. Almenningur getur látið renna af sér og gengið á kjörstað með annað hugarfar en að þingkosningar séu happadrætti.
Ein ábending til kjósenda. Stjórnmálaflokkar sem lofa mest svíkja stærst eftir kosningar. Ráðstafið atkvæði ykkar til þess framboðs sem minnstu lofar. Ísland er ágætt eins og það er. Kjósum ekki verra Ísland.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)