Viðreisn og Jón Gnarr: frægð og frekja

Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar tók Jóni Gnarr með kostum og kynjum. Á Facebook sagði formaðurinn: ,,Það verður sko gaman hjá okkur í vetur!". Sitjandi þingkonum finnst aftur engin skemmtun að grínarinn taki af þeim forystuhlutverkið í höfuðborginni.

Meining Þorgerðar Katrínar var að Jón lífgaði upp á dauflyndan flokk gærdagsstjórnmála. Gamanið tók að kárna er nýliðinn gerði tilkall til valda. Án gríns.

Óðara gerði Hanna Katrín sitjandi fyrsti þingmaður flokksins í Reykjavík Gnarrinn að freka kallinum sem vildi upp á dekk án þess að hafa til þess nokkra burði nema fáeina fimmaura.

,,Jón er ekki fyrsti karl­inn sem ger­ir ráð fyr­ir rauða dregl­in­um þegar hann mæt­ir á svæðið. Það er göm­ul saga og ný," segir þaulsetna valdakonan.

Jón kveðst ekki ,,kok­hraust­ur kven­hat­ari" þótt hann hljómi þannig, aðeins kall út í bæ í leit að þægilegri innivinnu.

Í vestrænum stjórnmálum er reglulega reynt að fá fræga og flotta til liðs við pólitíska flokka. Þekkt vörumerki trekkja á markaðstorgi kjósenda. Frægðarmenni svala hégómanum eða fá aðra umbun. Á Fróni eru bitlingarnir nokkuð færri en meðal stórþjóða. Hégómi skilar ekki salti í grautinn. Soltinn frægur gerist frekur og heimtar öruggt þingsæti í skiptum fyrir vörumerkið.


mbl.is „Skyndilega orðinn kokhraustur kvenhatari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkasamtöl Atla Þórs og Páls skipstjóra

,,Fólk sem tek­ur þátt í flokk­spóli­tík á ekki að þurfa að búa við að þing­flokk­ur stjórn­mála­hreyf­ing­ar hnýs­ist í einka­sam­töl," segir Atli Þór Fanndal fyrrum samskiptastjóri Pírata.

Setjum opinber umræða í stað ,,flokkspólitík" og fjölmiðla í stað ,,þingflokkur stjórnmálahreyfingar". Þá hljómar setningin svona:

Fólk sem tek­ur þátt í opinberri umræðu á ekki að þurfa að búa við að fjölmiðlar hnýs­ist í einka­sam­töl.

Seinni setningin gæti verið höfð eftir Páli skipstjóra Steingrímssyni. Hann tók þátt í opinberri umræðu. Skipstjóranum var byrlað, síma hans stolið og hann afritaður á RÚV. Fjölmiðlar tóku einkasamtöl Páls og skálduðu fréttir um að hann stjórnaði skæruliðadeild Samherja.

Í tilfelli Atla Þórs var engin byrlun og ekki þjófnaður. Hann telur þó freklega á sér brotið:

Að það þurfi að standa í því að út­skýra það sér­stak­lega fyr­ir Pír­öt­um að friðhelgi einka­lífs og per­sónu­vernd séu eitt­hvað sem er ekki bara hægt að svipta fólk út frá geðþótta er það hlægi­leg­asta í þess­um farsa öll­um, þó þar sé af nógu að taka.

Nú hljóta Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélags Íslands, fréttamenn á RÚV og blaðamenn á Heimildinni (áður Stundin/Kjarninn) að stíga á stokk og lýsa yfir að málefni stjórnmálaflokks eigi erindi við almenning og heimilt sé á þeim forsendum að svipta fólk friðhelgi einkalífs og persónuvernd.

 


mbl.is „Þingflokkur Pírata braut á mér og átta öðrum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband