Laugardagur, 5. ágúst 2023
Frosiđ Úkraínustríđ, en langt í friđ
Pútín verđur ađ ósk sinni, frystir Úkraínustríđiđ. Fyrirsögnin og fréttaskýring er úr bresku útgáfunni Telegraph, sem ţekkt er fyrir einarđan stuđning viđ Úkraínu. Frostiđ vísar til ţess ađ tveggja mánađa gagnsókn Úkraínuhers skilar nánast engu í landvinningum.
Fréttaskýringu Telegraph lýkur međ ţeim orđum ađ líklega verđi Selenskí forseti Úkraínu ađ semja viđ Pútín.
Stríđiđ stendur núna um hver rćđur frásögninni, segir í úttekt bandarísku NBC-útgáfunnar sem eins og Telegraph er fjarska hlynnt málstađ Úkraínu. Gildir raunar um flesta vestrćna meginstraumsfjölmiđla.
Frásagnastríđ er eitt, vígvöllurinn annađ. Sigur í orustu fćst ekki međ snjallri frásögn. Tvćr mćlistikur eru lagđar á framvindu átakanna á sléttum Garđaríkis. Landvinningar og mannfall. Upplýsingar um breytingar á víglinu liggja fyrir, nánast í rauntíma. Ţar er stađan svotil óbreytt í tvo mánuđi. Dýpra er á tölum um mannfall. Sókn tapar nćr alltaf meira en vörnin. Áćtlađar tölur um mannfall Úkraínu í tvo mánuđi liggja á bilinu 30 til 40 ţúsund.
Gagnsókn Úkraínu átti ađ knýja Rússa, ef ekki til uppgjafar, ţá til ađ fallast á niđurlćgjandi friđarsamninga.
Nú ţegar bakhjarlar Úkraínu viđurkenna ađ gagnsóknin er misheppnuđ vaknar spurningin hvađ gerist nćst. Stjórnin í Kćnugarđi og vesturlönd vildu ná frumkvćđinu en tókst ekki. Litlar líkur er á ađ Rússar láti gott heita, telji sig hólpna ađ halda víglínunni eftir tveggja mánađa harđa hríđ andstćđingsins.
Stríđ hefjast međ röngu mati annars stríđsađila, ţess sem bíđur lćgri hlut. Misskilningurinn stafar oftast af ofmati á eigin getu og vanmati á andstćđingnum. Til ađ ljúka stríđi međ friđarsamningum, en ekki uppgjöf, ţarf sá ađili sem stendur höllum fćti ađ viđurkenna dómgreindarleysi og éta ofan í sig fyrri yfirlýsingar. Sú viđurkenning felur oftar enn ekki í sér valdhafaskipti. Tregđa til ađ kannast viđ hlutlćgan veruleika og trúa frásögn óskhyggju er skiljanleg sé haft i huga hvađ er í húfi.
Friđarsamningar eru ekki á dagskrá á međan víglínan er frosin. Til ađ friđur verđi rćddur af alvöru ţarf annar hvor stríđsađilinn ađ horfa í byssuhlaup andstćđingsins og biđja um samninga.
Handverksmenn í hernađi, t.d. bandaríski ofurstinn Douglas Macgregor, segja ađ úrvinnslan sé eftir og velti mest á hve stóran hluta Úkraínu Rússar ćtli sér. Óvćnt atriđi, bein ađild Pólverja og Litháa, gćtu sett strik í reikninginn en skriftin sé á veggnum.
Nćsta leik á vígvellinum eiga Rússar. Hvort ţađ verđi breiđ sókn stórra herja eđa hćgfara mulningsvél er óvíst. Úkraínustríđiđ er dauđi og eyđilegging sem hefđi mátt afstýra međ samningum. Ţađ verđur viđurkennt í stríđslok.
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)