Úkraína fái Nató-ađild, Rússar landvinninga

Starfsmannastjóri Stoltenbergs framkvćmdastjóra Nató, Stian Jenssen, viđrađi í norskum fjölmiđli, Verdens Gang, ţá hugmynd ađ ljúka Úkraínustríđinu međ eftirgjöf á úkraínsku landi gegn Nató-ađild ţess hluta Úkraínu er eftir verđur.

Frétt Verdens gang fór eins og eldur í sinu um vestrćna fjölmiđlaheiminn. Úkraínumenn ná ekki upp í nef sér af hneykslun; ţýskur herforingi botnar hvorki upp né niđur í starfsmannastjóra Stoltenberg. Kannski er veriđ ađ kanna undirtektir? Mögulega ađ veita innsýn í stöđumatiđ í Brussel.

Hugmyndin er komin til umrćđu og hverfur ekki svo glatt ţađan í bráđ.

Christoph Wanner fréttamađur Die Welt í Moskvu segir rússneska ráđamenn taka hugmyndina mátulega hátíđlega. Hann hefur eftir Medvedev, fyrrum forseta Rússlands, ađ Úkraínumenn verđi ađ flytja höfuđborg sína frá Kćnugarđi vestur til Lviv, sem einu sinni hét Lemberg - en spyrja í leiđinni Pólverja hvort ţađ sé viđ hćfi. Ţar vísar Medvedev til ágirndar Pólverja á úkraínsku landi. Lemberg var pólsk borg á millistríđsárum liđinnar aldar.

Réttlćting Rússa á innrásinni fyrir hálfu öđru ári var yfirvofandi Nató-ađild Úkraínu sem myndi ógna öryggishagsmunum Rússlands. Einnig var á dagskrá ađ verja rétt rússneskumćlandi minnihluta í Úkraínu. Nú ţegar hafa Rússar lagt undir sig Suđur- og Austur-Úkraínu. Gagnsókn Úkraínu, sem hófst 4. júní, breytir lítt víglinunni. Frétt í Newsweek hermir ađ klofningur sé í ríkisstjórn Úkraínu um hvort skuli halda áfram gagnsókninni eđa viđurkenna stađreyndir vígvallarins og ţyrma mannslífum.

Samkvćmt talningu BBC hafa Rússar ađ lágmarki misst 25 ţúsund hermenn á vígvellinum. BBC telur ekki vopndauđa Úkraínumenn en tölur sveiflast á bilinu 150 til 250 ţúsund. Rússar eru 4-5 sinnum fleiri en Úkraínumenn. Mannţurrđ sverfur fyrr ađ Garđaríki en Bjarmalandi.

Hugmynd starfsmannastjóra framkvćmdastjóra Nató er til marks um ađ vestrinu sé fariđ ađ lengja eftir stríđslokum. Nató telur möguleika Úkraínu takmarkađa ađ sćkja land í greipar Rússa.

Öllum stríđum lýkur međ friđi. Flestum vonum seinna. 

  


mbl.is Rússland stefnir í efnahagsöngţveiti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 17. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband