Sunnudagur, 11. júní 2023
Egill Helga, málfrelsiđ og vinstrifasisminn
Egill Helgason umrćđustjóri á RÚV segir um mál Kristjáns Hreinssonar, sem rekinn var frá Háskóla Íslands fyrir ađ nýta sér tjáningarfrelsiđ:
Kristján Hreinsmögur eins og hann kallađi sig hefur alltaf veriđ á jađrinum og í raun ekki notiđ viđurkenningar. Hann hefur engin völd og vettvangur hans er smár. ( ) Hann er algjörlega laus viđ ađ vera í forréttindastöđu - hefur strögglađ alla sína skáldćvi sem er orđin býsna löng. Ég get ekki séđ ađ ţađ fćri honum neitt sérstakt ađ vera hvítur, miđaldra og međ kynfćri karlmanns. Og svo hitt - hvernig nennir fólk ađ elta ólar viđ skođanir eins manns sem er ekkert sérlega ţekktur, hefur lítil áhrif og kennir eitt agnarsmátt námskeiđ.
Í stađ ţess ađ rćđa prinsippiđ, málfrelsi, fer Egill í manninn, gerir lítiđ úr Kristjáni. Samkvćmt Agli er óţarfi ađ verja málfrelsiđ ţegar einhver ,,á jađrinum" er tekinn til bćna fyrir ađ nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn. Agli er ţađ lokuđ bók ađ ţađ voru ,,menn á jađrinum" sem tryggđu okkur réttinn til ađ hugsa sjálfstćtt og láta í ljós skođanir sem ekki féllu ađ rétttrúnađinum.
Ţađ átti ađ hirđa mannorđ og atvinnu af Kristjáni og senda ţau skilabođ út í samfélagiđ ađ sumar skođanir skyldu ađ liggja í láginni. Annars hlytu menn verra af. Vinstrifasistar nota reglulega ţessa ađferđ til ađ hrćđa fólk frá ţátttöku í opinberri umrćđu.
Egill Helgason og Felix Bergsson, báđir starfsmenn RÚV, eru sami kúltúrklúbburinn. Einkennin eru andstyggđ á sjálfstćđri hugsun og ţýlyndur wokeismi.
Fréttin segir okkur ţau ánćgjulegu tíđindi ađ Háskóli Íslands hafi bođiđ Kristjáni starfiđ aftur. Guđ láti gott á vita. Til hamingju Kristján.
Dćgurmál | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)