Heiðar Örn og ósagða fréttin

Fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurvinsson, var mættur í settið í gærkvöldi og sagði tíðindi dagsins í kvöldfréttum sjónvarps. Ein frétt var ósögð, en hún útskýrir töluverða fjarveru fréttastjórans undanfarið.

Hver verður næsti fréttamaður RÚV á Akureyri? Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður hverfur af starfsstöðinni á Akureyri sem sinnir allri landsbyggðinni, samkvæmt samningi RÚV við ríkið.

Staða fréttamanns á Akureyri var ekki auglýst en þó var búið að ráða í hana. Heiðar Örn sá um ráðninguna.

En þá kom babb í bátinn. Fréttastjórinn hafði ráðið í starfið einstakling án reynslu af fréttamennsku. Heiðar Örn var aftur hrifinn af annarri reynslu sem viðkomandi hafði. Stefán útvarpsstjóri bremsaði ráðninguna og vill leysa málið í kyrrþey. 

Á RÚV standa fréttir ofar veruleikanum. Ef frétt er ósögð er efni hennar ekki hluti af veruleikanum. Til dæmis fréttir af byrlun, gagnastuldi og ófaglegum mannaráðningum.

Sumir segja RÚV ríki í ríkinu. Nær væri að tala um hliðarveruleika sem freistar þess að telja þjóðinni trú um að hvítt sé svart, glæpir hetjudáð og ófagleg vinnubrögð fagleg.


Bloggfærslur 22. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband