Sigmundur Ernir: byrlun lýsir metnaði og heilindum

Fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, áður þingmaður Samfylkingar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjallar um stöðu fjölmiðla. Hann skrifar 

Það eru ekki eftir margir fjölmiðlar á Íslandi sem teystandi er til að rækja þetta hlutverk af metnaði og heilindum [feitletr. pv]. Þar koma þó upp í hugann fréttamiðlar á borð við Ríkisútvarpið – og þó það nú væri – og klárlega Heimildin sem hefur sýnt það og sannað að hún er reiðubúin að rannsaka það sem út af ber í samfélaginu af festu og þrótti.

RÚV og Heimildin eru í aðalhlutverki í byrlunar- og símastuldsmálinu, þar sem andlega veik kona var fengin til að byrla og stela gögnum fyrir fjölmiðla. Helmingur ritstjórnar Heimildarinnar, áður Kjarninn og Stundin, er með stöðu sakbornings.

Að kalla það ,,metnað og heilindi" að byrla og stela er nokkuð langt gengið, - jafnvel af vinstrimanni. 

 


Bloggfærslur 18. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband