Brotiđ bannorđ í Úkraínu

Stríđ var bannorđ, tabú, í Evrópu eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Tvö Evrópustríđ urđu heimsstríđ á 30 árum. Ekki undir nokkrum kringumstćđum mátti Evrópa efna til ţriđja hildarleiksins.

Ekki svo ađ skilja ađ Evrópa vćri í fćrum ađ gera eitthvađ heimssögulegt árin eftir 1945. Álfan var jađarsett í heimspólitíkinni ţar sem Bandaríkin og Sovétríkin réđu ferđinni, skiptu m.a. Evrópu í vestur og austur. 

Kalda stríđinu lauk 1991 međ hruni kommúnisma og Sovétríkjanna. Skćrur í Júgóslavíu, sem var eitt ţeirra ríkja er leystust upp, voru undantekning. Almennt voru umskiptin friđsamleg og siđmenntuđ. Hrun Sovétríkjanna er eitt af fáum dćmum í veraldarsögunni ađ heimsveldi kođnar niđur án meiriháttar hörmunga.

Ađeins 30 árum frá lokum kalda stríđsins hefst stríđ í Úkraínu sem brýtur tabúiđ um ađ Evrópa eigi ekki ađ stunda villimennsku.

Enda var ţađ ekki Evrópa sem hóf stríđiđ, heldur Pútín og Rússland, segir Daníel Hannan, vćnn mađur og hugţekkur sem nokkrum sinnum hefur komiđ til Íslands ađ berja andstćđingum ESB eldmóđ í brjóst.

Tilfallandi höfundur las greiningu Hannan međ athygli. ,,Ólíkt Ţýskalandi eftir 1945 hefur Rússland eftir 1990 ekki horfst í augu viđ fortíđ sína," skrifar sá enski. Skásti kosturinn sé algjör ósigur Pútín og Rússlands, heitir ţađ hjá Hannan. Lokaorđ greinarinnar eru: ,,Sigrađ Rússland yrđi á ný tekiđ í samfélag ţjóđanna sem lýđrćđissamfélag. Skrítiđ hvernig hlutirnir verkast."

Hannan gefur sér ađ Úkraína sé lýđrćđisríki á pari viđ Vestur-Evrópuríki. En landinu var ekki hleypt inn í ESB vegna spillingar og ólýđrćđislegra stjórnarhátta. Ţá sleppir sá enski ađ rćđa Nató-ađildina, sem Úkraínu var bođin 2008, gagngert til ađ ögra Rússum, stjórnarbyltingunni 2014 og vanefndum á friđarsamningum kenndum viđ Minsk.

Greiningin byggir á valkvćđum stađreyndum annars vegar og  hins vegar óskhyggju. Engar líkur eru á ađ ef Rússland gjörtapađi og Pútín fćri frá völdum ađ upp myndi rísa lýđrćđislegt Rússland er hagađi sér eins og Evrópa almennt, sem ţćgur ţjónn Bandaríkjanna. Úkraínustríđiđ er heldur ekki einkaframtak Pútín. Ríkjandi sjónarmiđ í Rússlandi allar götur frá lokum kalda stríđsins er ađ útţensla Nató í austur ógni öryggishagsmunum ríkisins.  

Í Rússlandi nú á dögum myndi gerast ţađ sama og fyrir hundrađ árum, ţegar landiđ tapađi stríđi og varđ fyrir stjórnarbyltingu. Eftir 1917 tók viđ nokkurra ára blóđsúthelling, međ ţátttöku vestrćnna ríkja, sem lauk međ alrćđi kommúnistaflokksins og stofnun Sovétríkjanna.

Ógrynni kjarnorkuvopna er í Rússlandi, sem yrđu notuđ í fyrirséđum ófriđi. Gegn hverjum og af hverjum er óvissu háđ. Stríđ milli ríkja eru ófyrirséđ, borgarastríđ enn frekar.

Byltingar búa ekki til lýđrćđi. Sú franska skóp Napoleón, Stalín var afurđ ţeirrar rússnesku. Lýđrćđi verđur til međ málamiđlun. Virđing fyrir ólíkum hagsmunum er hornsteinn málamiđlana. Ţannig fćst friđur. 

 


Bloggfćrslur 9. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband