Mannréttindi og lífsins stađreyndir

,,Eiga konur rétt á öryggi í rýmum sem ađeins eru ćtluđ konum? Vitanlega. En erum viđ ekki ađ brjóta á rétti karla, sem segjast konur, ef viđ meinum ţeim ađgang ađ ađstöđunni?" Ţannig spyr dálkahöfundur Telegraph, Janet Daley.

Mannréttindi verđa til í byltingum 18. aldar, ţeirri amerísku og frönsku. Náttúruréttur, ađ sérhver eigi rétt á frelsi til ađ leita hamingjunnar, var sagđur fyrir alla en ţađ tók nokkurn tíma ađ fá ţennan rétt viđurkenndan, t.d. fyrir konur, ţrćla og minnihlutahópa. Í grófum dráttum fékkst viđurkenningin áratugina eftir seinna stríđ, t.d. međ mannréttindayfirlýsingu Sameinuđu ţjóđanna.

Mannréttindi sem náttúruréttur gefa sér ađ frá náttúrunnar hendi séu kynin tvö. Á seinni tíđ ber á ţví sjónarmiđi ađ kynin séu fleiri. Í ofanálag ađ kyn sé félagsleg breyta, ekki líffrćđileg. Einn og sami einstaklingurinn getur veriđ kona fyrir hádegi, karl síđdegis og ótilgreint kyn ađ kveldi. Hugarfariđ rćđur, ekki líffrćđi.

Hugtakiđ mađur er orđiđ óljóst ef ţađ sérkenni tapast ađ mađur sé annađ tveggja karl- eđa kvenkyns. Réttindi, sem byggja á stađreyndum, verđa óskýrari ţegar vafi leikur á undirstöđunni.

Aldur er enn sem komiđ er viđurkennd stađreynd. Ef eins fćri fyrir aldri og kyni, ađ hvorttveggja yrđi valkvćtt, ađeins spurning um hugarfar, yrđi ekki lengur hćgt ađ flokka fólk eftir aldri og veita réttindi og ţjónustu til samrćmis. Fertugur karlmađur gćti sagst fimm ára stúlka og krafist inngöngu á leikskóla; ţrítugum gćti liđiđ eins og sjötugum og heimtađ ellilífeyri.

Ţađ er kallađur kynami ţegar einhver segist í líkama af röngu kyni. Aldursami yrđi ţá orđ um ţađ ástand ađ vera í líkama á röngum aldri. Ţeir sem eiga erfitt međ ađ ná utan um ţessa hugsun ćttu ađ prófa sig áfram međ hugvíkkandi efni - ţetta er ekki sagt nema öđrum ţrćđi í hálfkćringi.

Mannréttindi eru mannasetningar. Stofnađ var til mannréttinda međ pólitískri hugmyndafrćđi. Ađ sama skapi getur pólitík kippt grundvellinum undan rétti manna til frelsis ađ leita hamingjunnar. 

Janet Daley segir ađ velviljađ einrćđi hafi ţótt besta stjórnskipunin á ţeim tíma ţegar hugmyndin um algild mannréttindi festi rćtur. Óbeislađ fjölrćđi samtímans, međ valkvćđum stađreyndum, á í nokkrum erfiđleikum ađ höndla réttindin. Ranghugmyndir um veruleikann leiđa menn í ógöngur. Gildir bćđi um einstaklinga og samfélög. 

 

 

 

 


Bloggfćrslur 22. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband