Veður í 8 ár er ekki loftslag

Meðaltalshiti yfir átta ár, hvort heldur á Íslandi eða heiminum öllum, veitir álíka merkilegar upplýsingar og meðaltal símanúmera - hvort heldur á Íslandi eða heiminum öllum. Í báðum tilvikum eru tölurnar fullkomlega merkingarlausar, aðeins heilaleikfimi.

Breytingar á loftslagi verða ekki mældar yfir skemmra tímabil en 30 ár. Þetta er alþjóðlega viðurkennd skilgreining. Veðrabreytingar til skamms tíma veita álíka upplýsingar um framtíða og knattspyrnuúrslit í Englandi segja fyrir um hvaða lið verði meistari í Þýskalandi.

Hvað gengur Sam­an­tha Burgess, aðstoðarfor­stjóra hjá Kó­penikus, til þegar hún segir að veðrabreytingar síðustu átta ára ,,sýna að við erum nú þegar að verða vitni að skelfi­leg­um af­leiðing­um hlýn­andi jarðar"?

Ekki að upplýsa heldur hræða.

Til eru gervihnattamælingar á hitabreytingum lofthjúpsins frá 1979. Þær segja þá sögu að langtímaþróun hitabreytinga er 1°C á öld, já ein gráða. Það er ekki vitnisburður um hamfarahlýnun heldur um stöðugleika í hitafari.

 


mbl.is Síðustu átta ár þau heitustu til þessa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband