Þórður Snær: En ég fékk verðlaun...

RSK-sakamálið, þar sem blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans eru sakborningar, telur einar 400 blaðsíður og er það þó ekki nema hluti gagnanna. Lögmenn sakborninga fá gögn í framhaldi af skýrslutöku. 

Er Þórður Snær ritstjóri Kjarnans mætti vonum seinna í lögregluyfirheyrslu í byrjun ágúst, sagði hann fátt en tók skýrt fram að hann væri verðlaunablaðamaður. Rannsóknablaðamennska ársins hét það hjá Blaðamannafélagi Íslands er Þórður Snær fékk fréttir frá Efstaleiti unnar upp úr stolnum síma Páls skipstjóra og birti í Kjarnanum.

Gögnin sýna víðtækt samráð blaðamanna þriggja fjölmiðla að gera sér mat úr stolnu efni, fengið með byrlun. Óhugnanlegar tilraunir að sverta mannorð einstaklinga sem blaðamönnum er í nöp við er þema RSK-miðla. Mannorðsmeiðingar klæddar í búning frétta.

RSK-sakamálið snýst um líkamsárás/manndrápstilraun með byrlun, gagnastuld, stafrænt kynferðisofbeldi, brot á friðhelgi einkalífs og misnotkun á andlega veikri konu.

Gögnin sýna blaðamenn í hlutverki hjónadjöfuls til að koma höggi á einstaklinga.

Fyrstu 400 blaðasíður málsgagna eru komnar í dreifingu hjá þrem fjölmiðlum: RÚV, Stundinni og Kjarnanum. En það er ekkert að frétta. Almenningi koma ekki við glæpir fjölmiðla. Verðlaun eru aftur uppsláttur.

Engin dæmi eru í annálum íslenskra starfsgreina um að stéttarfélag verðlauni glæpi. Fjölmiðlar og blaðamenn bíta svo höfuðið af skömminni með þögn eftir að glæpurinn er afhjúpaður.    


Bloggfærslur 6. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband