Vopnatak, viđskipti og 190 ára bók

Hundrađ og níutíu ára gömul bók fćr nú fleiri tilvitnanir en löngum áđur, skrifar ađalálitsgjafi ţýsku útgáfunnar Die Welt. Bókin Um stríđ kom út 1832 ađ höfundi látnum, Karli von Clausewitz. Frćgasta setning bókarinnar er ađ stríđ sé framhald stjórnmála.

Fyrir skemmstu, um miđjan síđasta áratug, áttu viđskipti ađ verđa framhald stjórnmála. Rétt fyrir embćttislok reyndi ţáverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, ađ blása lífi í viđskiptasamning ţvert á Atlantsála, TTIP. Tilgangurinn var ađ bjarga vestrćnni alţjóđahyggju

Um sama leyti risu úfar međ Úkraínu og Rússlandi. Bylting í Kćnugarđi velti úr sessi forseta sem flúđi á náđir Pútín í Moskvu. Úkraína varđ vestrćnt verkefni á landamćrum Rússlands.

Vestrćn alţjóđahyggja ţrífst á ódýrri hrávöru og orku frá öđrum heimshlutum til iđnađar- og hátćkniframleiđslu. Rússland á gnótt orku og hrávöru. Vandamáliđ frá aldamótum, ţegar Pútín tók viđ ađ Jeltsín, er ađ Rússar spila ekki međ, láta sér ekki vel líka forrćđi vestrćnnar alţjóđahyggju ţar sem viđskipti og pólitík haldast í hendur.

TTIP-draumurinn varđ úti međ forsetakjöri Trump haustiđ 2016. Frjálslynda alţjóđavinstriđ gekk af göflunum og sagđi Pútín á bakviđ valdatöku Trump. Vestrćn alţjóđahyggja riđađi til falls. Biden kom  fjórum árum síđar til bjargar og dćlir vopnum og peningum til Úkraínumanna. Lokatilraun ađ blása lífi í hugmyndafrćđi á fallandi fćti. 

Selenskí forseti Úkraínu er nćmur á vestrćna orđrćđu. Hann var aufúsugestur á flestum ţjóđţingum vesturlanda, m.a. alţingi Íslendinga, ţar sem hann á fjarfundi útskýrđi ađ stríđiđ á steppum Garđaríkis vćri í ţágu vestrćnna hagsmuna. Les: vestrćnnar alţjóđahyggju. Nú fer Selenski halloka. Evrópa verđur fátćk, segir forsetinn.

Laukrétt hjá Selenskí.

Nćst frćgasta setning úr bók Clausewitz segir ađ andstćđingar í stríđi hafi sama markmiđ, ađ brjóta mótherjann undir sinn vilja. Um ţađ snýst Úkraínustríđiđ. Vesturlönd međ Úkraínu sem verkfćri vilja beygja Pútín og Rússa undir vald sitt. Pútín vill brjóta á bak aftur óseđjandi vestrćna löngun í ódýra hrávöru Bjarmalands.

Clausewitz lćrđi sín frćđi á vígvellinum. Ţjóđverjinn gekk í rađir Rússa í stríđinu viđ Napoleón og Frakka. Viljastyrkur, sagđi sá ţýski, skiptir sköpum í stríđi. Gildir enn.

Hvor stríđsađilinn er tilbúinn ađ taka á sig ţćr ţjáningar sem ţarf til ađ sigra? Ć fleiri deyja á vígvellinum og margir örkumlast. Tćknin er nýtísku en mannfórnin ćvaforn. Stríđ afklćđir manninn siđmenningu. Vestrćn alţjóđahyggja er sum sé hápunktur siđmenningarinnar. 


mbl.is Fátćkt beitt sem vopni gegn Evrópu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 5. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband