Eliza forsetafrú í hæpnum félagsskap

Nokkrir vinstrimenn, sumir ritfærir á íslensku, kynna orðið kynþáttmörkun sem þýðingu á enska heitinu ,,racial profiling." Vinstrimenn hafa átt erfitt með að heimfæra rasisma á íslensku lögregluna og vantaði orð fyrir smjörklípuna. Nú er það komið: kynþáttamörkun.

Þeir sem efast um tilgang vinstrimannanna, forsetafrúin er þar á meðal, ættu að fletta upp á skilgreiningu bandarísku samtakanna ACLU sem láta að sér kveða í hatrinu  gegn siðuðu samfélagi: 

"Racial Profiling" refers to the discriminatory practice by law enforcement officials of targeting individuals for suspicion of crime based on the individuals race, ethnicity, religion or national origin. 

Orðið kynþáttamörkun er á yfirborðinu hlutlaust. En það er með innbyggða fordóma, að lögreglan sé rasísk.

Aðferð vinstrimanna er að búa til orð yfir fyrirbæri sem lítið er um, eða jafnvel alls ekki til. Ef orðið nær flugi, fær viðurkenningu, er óðara litið svo á fyrirbærið sem orðið vísar til sé raunverulegt og jafnvel krefjandi samfélagsvandi. Til þess er leikurinn gerður, að fá fólk til að trúa að það búi i skelfilegu samfélagi.

Eliza forsetafrú er í félagsskap sem nýyrðir fordóma gegn löggæslunni á Íslandi. Það má hugsa sér smekklegri aðkomu að íslensku samfélagi.  


Bloggfærslur 21. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband