Mánudagur, 16. maí 2022
Stríđ er hvorki svart né hvítt
Í stríđi er frásögnin ýmist hvít eđa svört. Í viđtengdri frétt segir yfirmađur leyniţjónustu Úkraínuhers sigur vinnast fyrir árslok. Rússar segjast á áćtlun međ markmiđ sín í Úkraínu.
Fyrir ţá sem ekki líta á átökin í Garđaríki sem fótboltaleik, heldur dauđans alvöru og ţyngri en tárum taki, líkt og tilfallandi höfundi, er verulega snúiđ ađ átta sig framvindu stríđsins.
Tilfallandi höfundur gefur sér ađ Rússar sigri Ţeir eru ţrisvar fleiri en Úkraínumenn og sitja á stafla af kjarnorkuvopnum á međan stjórnin í Kćnugarđi á engin. Áđur en Rússar tapa nota ţeir kjarnorkuvopnin. Sá sem ekki skilur ţađ veit ekki ađ stríđ, eins og ţađ sem háđ er í Úkraínu, snýst um tilvist ríkja. Engin dćmi eru um ađ ríki hafi tapađ stríđi án ţess ađ neyta ítrustu úrrćđa til ađ bjarga sér. Kjarnorkuvopnum yrđi beitt stćđu Rússar frammi fyrir ósigri.
Hvor sigrar, og hvađ telst sigur, er ein spurning. Önnur spurning varđar réttmćti stríđsins.
Til ađ mynda sér skođun er hćgt ađ horfa yfir sviđiđ í sögulegu ljósi. Báđir ađilar eiga ţar sök og vesturlönd bera verulega ábyrgđ. Önnur leiđ er ađ meta ađstćđur á vettvangi, eftir tiltćkum heimildum.
Hér á eftir fara tvćr andstćđar frásagnir af borginni Maríupól viđ Azov-haf sem Rússar tóku fyrir nokkru. Báđar frásagnirnar eru frá enskumćlandi mönnum, sem ţekkja borgina eftir heimsóknir ţangađ.
Í Telegraph lýsir Jack Losh Maríupupól sem rússneskri borg er vill verđa vestrćn. Hann rekur kynni sín af borginni síđustu ár, segir frá ,,frjálslyndu" fólki sem tekur kannabisefni fram yfir áfengi og óskar sér vestrćnnar framtíđar undan rússnesku oki. Nú er borgin rústir einar, segir Losh, og rússnesk kúgun yfirţyrmandi.
Graham Phillips var í Maríupól ţegar Rússar og Úkraínumenn börđust um hana 2014. Hann heimsćkir borgina fyrir nokkrum dögum og talar um frelsun frá úkraínskum ţjóđernissinnum og nasistum. Myndbönd sem Phillips sýnir, bćđi frá 2014 og 2022, gefa til kynna úkraínskt ofbeldi gegn rússneskum borgurum.
Hvorri frásögninni skal trúa?
Ekkert einfalt svar er viđ spurningunni. Stríđsfrásagnir eru jafnan svartar eđa hvítar. Litbrigđi veruleikans eru fleiri.
Hvorki Úkraínumenn né Rússar eru villimenn. Á hinn bóginn eru stríđ miskunnarlaus og krefjast fórna. Sannleikanum er fyrst fórnađ. Ţegar eitt ríki sigrar annađ verđa til ný sannindi. Sigurvegarinn rćđur frásögninni er vopnin ţagna.
![]() |
Úkraína vinni stríđiđ fyrir lok árs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)