Sunnudagur, 15. maí 2022
Hægri-Framsókn eða vinstri?
Án þess að nokkur tók eftir er Framsóknarflokkurinn orðinn hinn turninn í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn fylgir eftir sigrum á alþingskosningum á landvísu og styrkir sig í sveitarstjórnarkosningum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins er spriklandi af ungu fólki.
Enn á eftir að greina hvaða þættir það eru í þjóðlífinu sem valda fylgisaukningu flokksins er til skamms tíma var nánast hreinn landsbyggðarflokkur. Framsókn hefur löngum verið hugmyndafræðilega hlutlaus og ekki eru á yfirborðinu nein merki um að það sé breytt.
Framsókn mun því með verkum sínum fremur en orðræðu skilgreina sig á pólitíska litrófinu. Fyrsta verkefnið eftir kosningar er myndun meirihluta.
Hvort mun Framsókn fremur kjósa að vinna til hægri eða vinstri?
Þar liggur efinn.
![]() |
Yngsti borgarfulltrúinn: Þetta er ákall um breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)