Föstudagur, 22. apríl 2022
Danir senda ekki hermenn - Úkraína tapar
Danski forsćtisráđherrann kom fćrandi hendi í Kćnugarđ međ loforđ um vígtól. En enga hermenn. Vopn án hermanna gera lítiđ gagn. Í Úkraínu gengur svo hratt á mannskap ađ framhaldsskólakrakkar eru kvaddir í herinn.
Í ţýskum umrćđuţćtti (11:02) segir talsmađur stjórnarflokksins, SPD, Markus Lanz, ađ án Nató-hermanna (m.a. danskra) mun Úkraína tapa stríđinu gegn Rússlandi. Lanz fćr ráđgjöf herforingja sem ţekkja herstyrk stríđsađilja í raunheimi.
Átökin í Garđaríki eru háđ á tvennum ólíkum vígstöđvum.
Úkraína er löngu búiđ ađ sigra samfélags- og fjölmiđlastríđiđ. Danska Mette Frederiksen vill sína sigursneiđ, heimsćkir Kćnugarđ og leysir til sín sigurlaunin sem eru alţjóđafrćgđ í fimmtán mínútur.
Rússar sigra jafnt og ţétt stríđiđ í raunheimi međ soldátum í vélaherdeildum. Stríđssigrar í raunheimi skipta sköpum, breyta landamćrum. Félagsmiđlastríđiđ er frćgđ í fimmtán mínútur.
Nató-ríkin ćtla ekki ađ úthella blóđi hermanna sinna í Úkraínu. Af ţví leiđir mun Kćnugarđsstjórnin tapa. Spurningin er ađeins hve mörgum mannslífum verđur fórnađ áđur en vesturlönd segja Selenskí forseta ađ semja viđ Rússa.
Skilabođin hingađ til frá Washington, London og Brussel eru ađ Úkraína skuli berjast til síđasta herklćdda táningsins. Hvorki er ţađ kristileg né kćrleiksrík orđsending. Vesturlönd eru eins og danski forsćtisráđherrann. Senda vopn í tapađ stríđ og dygđaflagga í sviđsljósinu sem verđur til úr blóđi annarra. Göfugt.
![]() |
Forsćtisráđherra Danmerkur kominn til Úkraínu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)