Sólveig Anna: Efling er óþarfi

Verkalýðsfélagið Efling er óþarfi, segir Sólveig Anna nýkjörinn formaður, og rekur alla starfsmenn á einu bretti. Launþegar greiða félagsgjöld til Eflingar og fá þjónustu. Þeir sem veita þjónustuna eru starfsmenn Eflingar. Engir starfsmenn, engin þjónusta.

Þegar starfsmenn verkalýðsfélagsins eru á bak og burt situr Sólveig Anna ein á digrum sjóðum sem eru félagsgjöldin. Hún getur látið Andra í Jæja fá aðrar 30 milljónir, Gunnar Smári þarf líka skotsilfur og Viðar vinnu. Tilgangur stéttafélags er aftur annar en að hlaða undir hina fáu á kostnað hinna mörgu.

Félagsmenn Eflingar fá enga þjónustu en Sólveig Anna og vinir hennar maka krókinn. Almennir félagsmenn eru aukaatriði, afkoma sósíalísku yfirstéttarinnar er aðalatriði. Efling er mjólkurkú til að örfáir sósíalistar fái þægilega innivinnu.

Ef hægt er að leggja niður verkalýðsfélag si svona vaknar spurningin hvort stéttafélög séu ekki óþarfi. Þegar stjórn verkalýðsfélags er harður kapítalískur húsbóndi og stundar hópuppsagnir eftir hentugleikum - og verkalýðshreyfingin lætur það yfir sig ganga - tja, þá er verkalýðshreyfingin í heild sinni óþarfi.

 


Bloggfærslur 14. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband