Logi: Ísland skrái sig í ESB-herinn

Í Evrópu er stríð. Stóru ESB-ríkin, Frakkland og Þýskaland, boða stórfellda hernaðaruppbygginu i kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Hvað leggur Logi formaður Samfylkingar til? Jú, að Ísland sæki um aðild að ESB.

Logi er blóðþyrstur. Hann sér stöðugt flæði mynda og texta með blóð og ofbeldi í Evrópu og vill íslenska aðild að hildarleiknum.

Logi kann hvorki sögu né pólitískt stöðumat. Ísland er í Nató og með varnarsamning við Bandaríkin. Þær varnir voru meira en nóg allt kalda stríðið þegar sovéskur floti flugvéla og skipa var yfir og í kringum landið. Rússar komast ekki með tærnar þar sem sovéska ógnin hafði hælana.

Logi er lýðskrumari. Hann nýtir sér evrópskan harmleik til að framselja fullveldið til Brussel.

Logi er hæfilegur formaður Samfylkingar. Þaðan koma alltaf tillögurnar er leiða Íslendinga til glötunar. Samfylkingin er arftaki flokksins sem ekki vildi fullveldi 1918 og boðaði fyrstur flokka hugmyndina um Sovét-Ísland.

 


mbl.is Aðildarumsókn að ESB komist rækilega á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband