Hatur og hernaður

Hernaður er ekki útrás fyrir hatur, allra síst hjá skipulögðu ríkisvaldi. Hernaður er stundum tækifærismennska, þannig byrjaði fyrra stríð, eða framkvæmd á hugmyndafræði. Þjóðverjar vildu lífsrými í austri og hófu seinna stríð á þeirri forsendu. Hugmyndafræði var ástæða aðildar Bandaríkjanna að stríðsátökum í Víetnam - og raunar mörgum öðrum.

Í sögulegu samhengi eru hvorki tækifærismennska né hugmyndafræði helstu ástæður stríðsátaka ríkja. Meginástæða hernaðar er ógn. Sparta hóf Pelópsskagastríðið er þeim stóð ógn af vaxandi veldi Aþenu. Rómverjar óttuðust Karþagó, stríddu við þá í þrígang, og eyddu loks afríska borgríkinu.

Rússum stendur ógn af útþenslu Nató eftir lok kalda stríðsins. Fyrrum bandalagsríki Rússa úr Varsjárbandalaginu fóru eitt af öðru inn í Nató sem er stefnt gegn Rússum. Ef svo væri ekki hefði Rússlandi verið boðin aðild fyrir lifandi löngu. Hernaðarbandalag er samkvæmt skilgreiningu verkfæri til stríðsátaka, bæði til varnar og sóknar.

Rússar gerðu skýra grein fyrir afstöðu sinni 2014 eftir stjórnarbyltingu í Kænugarði. Þeir tóku Krímskaga og efndu til uppreisnar í austurhéruðum landsins. Síðan eru liðin átta ár. Nægur tími til að finna diplómatíska lausn. Málamiðlun er sefaði ótta Rússa og virti úkraínskt fullveldi virtist ekki flókið viðfangsefni. En það var frændþjóðunum ofraun. 

Stríð er framhald stjórnmála, er sígild speki ættuð frá Þjóðverjanum Carl von Clausewitz sem lærði sín fræði í Napóleonsstríðum fyrir 200 árum. Markmið hernaðar, sagði sá þýski, er að beygja andstæðinginn undir vilja sinn. Stjórnmál eru æfing í málamiðlun en hernaður prófsteinn á viljastyrk og getu til að heyja stríð.

Hatur kemur til sögunnar eftir að stríðsátök brjótast út. Lygin líka. Frumhvatirnar leika lausum hala þegar um líf og dauða er að tefla. Í stríði fer siðmenningin ofan í skúffu. Þess vegna viljum helst ekki hernað. 

 

 

 


mbl.is Er að verða til nýtt tákn haturs með zetunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband