30 þús. útlendingar á 5 árum? Skipta um þjóð í landinu?

Atvinnulífið þarf 30 þúsund útlendinga til starfa á Íslandi á næstu fimm árum, segir í frétt á visir.is. Formaður Samtaka atvinnulífsins er borinn fyrir spánni.

Hér þarf að staldra við. Þjóðin er ekki til fyrir atvinnulífið, heldur öfugt: atvinnulífið er í þágu þjóðarinnar.

Stórfelldur innflutningur á skömmum tíma á útlendingum gerir hvorki þjóðinni gagn né þeim útlendu. 

Pólitískt verkefni næstu missera og ára er að hamla vexti atvinnulífsins til að það verði ekki krabbamein á þjóðarlíkamanum.


Bloggfærslur 7. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband