Kommúnismi, loftslag og geđtćp ungmenni

Sum ungmenni trúđu á manngerđa kommúníska paradís á jörđ fram yfir miđja síđustu öld. Ţau međ dómgreind áttuđu sig á ađ ekki var allt međ felldu eftir Ungverjaland 1956 og voriđ í Prag tólf árum síđar. Eilífđarbjálfarnir lokuđu skilningarvitunum og trúđu. Í dag trúa sum ungmenni á manngert helvíti loftslagsbreytinga.

Kennari í HR vekur máls á trúgirninni og virđist haldinn henni sjálfur. Kristján Vigfússon fćr orđiđ í Fréttablađinu:

„Ţau upplifa sig valdalaus,“ segir Kristján. „Ţau upplifa áföll, ótta, kvíđa, geđraskanir, áráttuhegđun, hrćđslu, einangrun, reiđi, vonleysi og skömm.“

Kristján segir ađ stjórnvöld verđi ađ bregđast viđ međ auknum krafti. „Ţetta er ađ verđa faraldur og mun bitna á geđheilsu núverandi og komandi kynslóđa. Loftslagsmálin eru nógu kvíđvćnleg ein og sér en afleiđingar kvíđans einar og sér eru líka grafalvarlegt mál.“

Ef hugur fylgdi máli hjá Kristjáni gćti hann sagt ungmennum frá vísindarannsóknum er afhjúpa manngert loftslag sem bull, vitleysu og firru. Ţađ er sólin en ekki mađurinn sem rćđur lofthita jarđar, segir ný rannsókn ţýskra vísindamanna. Loftslagsmódel geta ekki spáđ hitastigi langt fram í tímann, ţau eru skáldskapur, segir William Happer sem kenndi ţessi frćđi í Princeton í fimm áratugi.

Kristján gćti líka kynnt nemendum HR tćplega 140 vísindagreinar er segja CO2-framleiđslu mannsins lítil sem engin áhrif hafa á loftslag.

En líklega mun Kristján í HR ekki gera neitt af ţessu. Hann er međ svariđ: 

Hiđ kapítalíska hagkerfi rćđur ekki viđ verkefniđ. Ţađ er ţörf á aukinni miđstýringu.

Kommúnismi á sem sagt ađ bjarga okkur frá manngerđri hlýnun. Ungmenni er sćkja menntun í HR fara í geitarhús ađ leita ullar. Engin furđa ađ ţau séu miđur sín, bryđji lyf og eignast ekki afkomendur. Ţegar menntun er trú á bábiljur er betur heima setiđ en af stađ fariđ.


Bloggfćrslur 2. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband