Kristrúnarismi

Frjáls vinnumarkađur gerir frjálsa samninga. Atvinnurekendur og launţegar bera ábyrgđ. Ef samiđ er um hćrri laun en fyrirtćkin ráđa viđ fara ţau í gjaldţrot. Ef samiđ er um lćgri laun en fólk sćttir sig viđ hćttir ţađ á vinnumarkađi og fer heim, í íbúđina sína eđa til Póllands. Einfalt. 

Ekki hjá Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingar. Hennar sýn er ađ ríkiđ skuli ábyrgjast kjarasamninga í félagi viđ Seđlabanka Íslands. Sósíalismi ţar sem samiđ er um ríkislaun. Enginn er ábyrgur nema skattgreiđendur. Kjaramál verđa óábyrg opingáttarstefna, líkt og landamćraeftirlitiđ. Ákvarđanir eru teknar á grunni óskhyggju án tengingar viđ veruleikann. 

Kristrúnarismi er ađ kjarasamningar verđi fjármagnađir međ ríkissjóđi annars vegar og hins vegar međ peningaprentun. Ríkirábyrgđ launa elur á áhćttusćkni og skapar freistnivanda bćđi hjá atvinnurekendum og launţegasamtökum. Slagorđiđ ,,ríkiđ reddar" er ávísun á óreiđuástand. 

Formađurinn blekkir í ţágu málstađarins. Kristrún segir ađ viđ séum ađ koma ,,úr ástandi ţar sem fjár­magn­s­tekj­ur hafa veriđ í hćstu hćđum." Hlutabréfamarkađurinn er í mínus ţetta áriđ, bankavextir líka. Lífeyrir og sparifé fólks brennur upp í verđbólgu. Ţeir einu sem sjá hćkkun eru fasteignaeigendur.

Allur ţorri fasteignaeigenda býr í sínu húsnćđi. Kristrún sér ofsjónum yfir hćkkun fasteigna og gefur til kynna húseignaskatt, sem einu sinni hét ekknaskattur enda lagđist hann ţyngst á elsta aldurshóp húseigenda.

Viđkvćđi Kristrúnar er ađ samfélagiđ sé of flókiđ til ađ einstaklingar og samtök ţeirra beri ábyrgđ. Ríkiđ verđi ađ koma til skjalanna. Stóri bróđir mun áđur en yfir lýkur skammta lífskjörin eins og skít úr hnefa. Kristrúnarismi er sósíalismi í sauđagćru.


mbl.is Segir sýn Bjarna einfaldađa mynd af samfélaginu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband