Viðreisn, tilgangslaus flokkur

Viðreisn er sex ára gamall flokkur, stofnaður til að Ísland yrði ESB-ríki, - fjórum árum eftir að ESB-umsókn var lögð ofan í skúffu.

Viðreisn var stofnuð til að verða hægri-hækja Samfylkingar inn í sæluríkið fyrir austan haf. Nú þegar kratarnir eru hættir ESB-daðrinu og gefa aðild upp á bátinn bíður Viðreisnar skipbrot.

Helsti talsmaður flokksins er gamall RÚV-ari sem lifir á athyglinni sem  fyrrum starfsfélagar á Efstaleiti veita honum.

Málefnalega er Viðreisn í mótsögn við sjálfa sig. Í einn stað gagnrýnir flokkurinn íslenska ríkisbáknið en í annan stað krefst flokkurinn aukins skrifræðis frá Brussel. Hjörtur J. Guðmundsson fer í saumana á rökfærslu flokksins og skrifar: ,,Með öðrum orðum telur Evrópusambandið það allt of lítið sem forystumenn Viðreisnar vilja meina að þeir telji allt of stórt."

Í sölum alþingis eyða þingmenn Viðreisnar súrefni á þjóðarsamkundunni og er haldið uppi með almannafé. 

Sex ára raunasaga smáflokksins með rangnefnið - flokkurinn ætlaði ekki að reisa neitt við heldur farga lýðveldinu - er áminning um fáránlegt flokkakraðak á alþingi. Á alþingi eru átta flokkar en málefnin hrökkva ekki til að gera fleiri en þrjá stjórnmálaflokk, í mesta lagi fjóra, þokkalega heilsteypta. Fitulagið, sem fylgir smáflokkum, tekur til sín orku og fjármuni sem betur væri ráðstafað í annað og verðugra en tilgangslausar flokksnefnur.

 


Bloggfærslur 10. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband