Misheppnað makaval og freistnivandi þolanda

Trúum þolendum er viðkvæðið í ofbeldisbrotum í nánum samböndum þar sem sjaldnast eru fleiri en tveir til frásagnar. Í viðtengdri frétt segir af meintum þolanda sem laug fölskum sökum á fyrrum ástmann. Sem sagt: trúum lyginni.

Þegar fólk efnir til náinna sambanda tekur það áhættu. Í húfi er lífshamingjan og hún er ekki allra að höndla. Ofbeldi og lygar eru algengari í ástarsamböndum en meðal vina og kunningja. Í parsambandi er meira undir en í öðru félagslegu samneyti. Einkalíf tveggja er samtvinnað. Þegar í sundur raknar fylgir sársauki, oft lygar og stundum ofbeldi. Engin leið er að sjá fyrir hvort samband lukkast. Sum ævintýri eru til farsældar en önnur enda út í mýri. 

Fólk hefur val. Fæstir eru knúnir í ástarsamband nema af eigin hvatalífi.  Makavali fylgir áhætta. Einstaklingur sem velur rangt ber ábyrgð á þeim kosti sem tekinn var, að efna til náins sambands sem steytti á skeri. Viðkomandi gerði mistök, valdi rangt. Ríkistryggðir makar, staðlaðir og gæðavottaðir, eru ekki til nema í skáldsögum.

Þolendaumræðan tekur ekki mið á mannlífinu eins og það er. Tilgangurinn er að slá pólitískar keilur. Látið er eins og ríkisvaldið beri ábyrgð á vali frjálsra einstaklinga. Rökrétt afleiðing umræðunnar er að taka makaval úr höndum einstaklinganna. Þeir séu of illa gerðir til að rata í parsamband sér að skaðlausu. 

Ríkistryggðir makar eru kannski framtíðin. Opin spurning er hvað verður um þá sem sleppa í gegnum eftirlitið en reynast engu að síður gallaðir. Hver hefur þörf fyrir ónýtan maka?


mbl.is Dæmd í fangelsi fyrir rangar sakargiftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband