Fimmtudagur, 20. janúar 2022
Orkupakkasvindl á íslenskum neytendum
Orkupakkar frá Evrópusambandinu eru ástæða svindlmarkaðar á rafmagni til neytenda. Allir raforkuinnviðir á Íslandi eru í opinberri eigu. Einfalt og sanngjarnt væri að heimili landsins fengju rafmagn frá einum aðila.
En vegna orkupakka ESB, sem íslensk stjórnvöld innleiddu í blóra við almannahag, er búinn til þykjustumarkaður. Fyrirtæki lifa sníkjulífi á þessum markaði og almenningur borgar brúsann með hærra rafmagnsverði.
Ef það er ekki beinlínis ætlun stjórnvalda að féfletta almenning ætti að bjóða öllum heimilum landsins smáforrit, app, sem leysir úr þessum heimatilbúna vanda. Smáforritið myndi sjálfkrafa velja ódýrasta rafmagnssalann hverju sinni. Síðan ætti að senda til föðurhúsanna orkupakka ESB og skipuleggja raforkumál á Íslandi af viti.
Það er ekki eins og gæði rafmagns séu ólík eða afhendingaröryggi. Þetta er eingöngu spurning um verð.
Orkustofnun, vel að merkja, er útsendari ESB á Íslandi, og ætti ekki undir nokkrum kringumstæðum að koma að laus mála sem alfarið og eingöngu eru búin til af ESB og skammsýni íslenskra stjórnvalda.
En kannski er það stefna stjórnvalda að féfletta almenning og framselja fullveldi orkumála til Brussel. Þá þurfum við að skipta um ríkisstjórn.
![]() |
Ert þú hjá dýrasta rafmagnssalanum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)