Föstudagur, 6. ágúst 2021
Guðmundur Andri: svona býr maður til krísu
Samfylkingin kann að búa til pólitíska krísu. Að vekja óvissu er fyrsta skrefið, næst er að ala á ótta og loks að telja fólki trú um að himinn og jörð séu að farast.
Helga Vala reið á vaðið í fyrradag og smjattaði á sögum um farsóttina. Í gær kastaði Guðmundur Andri á eldinn þessum sprekum:
Það kom fram hjá menntamálaráðherra að það sé stefnt að því að skólastarf verði haldið með eðlilegum hætti en leiðirnar til þess að svo megi verða, eru óljósar...Við erum í óvissuástandi og þegar það er í óvissuástand þá segir mín eðlishvöt að fara með gát. Taka ekki sénsa og láta fólk njóta vafans.
Guðmundur Andri er í orði kveðnu að tala um skólahald. En hann er fyrst og fremst að vekja óvissu og ala á ótta, búa til krísu. Fjarska einfalt er skólahald fari fram með eðlilegum hætti. Kennarar og nemendur mæta einfaldlega í skóla landsins og sinna sínu.
Til að þingmenn Samfylkingar séu ekki hrópendur í eyðimörkinni er hnippt í vini og velunnara í stéttarfélögum sem koma fram til að segja allt vera að hrynja. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti er virkjaður og leiðir fram heimsendaspámenn úr röðum Pírata.
Ef vel tekst til hjá Guðmundi Andra, Helgu Völu og félögum fer fólk að trúa því að himinn og jörð séu að farast. Óvissa og ótti rænir fólk dómgreindinni. Til þess er leikurinn gerður. Í framhaldi stíga óttastjórnendur vinstrimanna á stokk og segja þjóðina þurfa nýja stjórnarskrá til að sigrast á Kínaveirunni.
![]() |
Stefna að skólahaldi án takmarkana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)