Miðvikudagur, 25. ágúst 2021
ASÍ styður Sigmund Davíð
Drífa Snædal forseti ASÍ vill að heimilin fái tækifæri til að lækka skuldirnar. Útspil Drífu kemur sama dag og Sigmundur Davíð kynnir tillögur um skattalækkun.
Fullveldislækkun skatta kæmi til útborgunar 1. desember ár hvert, samkvæmt tillögum Sigmundar Davíðs. Fólk hefði val að lækka skuldir heimilisins eða gera vel við sig í jólamánuðinum.
Sigmundur Davíð og Miðflokkurinn mega vel við una að fá stuðning ASÍ.
![]() |
Hafa áhyggjur af áhrifum á skuldsetningu heimila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. ágúst 2021
Bjarni, Ási ráðherra og rasismi góða fólksins
Afganir fengu land sitt til baka þegar talibanar ráku bandarískan her úr landi. 20 ára tilraun vesturlanda að gera Afganistan vestrænt lauk þar með. Tilraunin kostaði billjónir í dollurum og tugi þúsunda mannslífa.
Bjarni Harðarson vekur athygli á rasisma góða fólksins í viðbrögðum þess við innreið talibana í Kabúl. Góða fólkið á vesturlöndum þykist vita betur en Afganir hvernig eigi að lifa lífinu í Afganistan.
Í sama Fréttablaði og grein Bjarna birtist segist Ásmundur Einar félagsmálaráðherra vera í kapphlaupi við tímann að bjarga þjóð frá sjálfri sér.
Sem sagt kapphlaup að búa til flóttamenn í Afganistan til að þeir fari skömmu síðar sem ferðamenn til heimalandsins.
Hroki og hleypidómar góða fólksins ríða ekki við einteyming.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. ágúst 2021
Hærri vextir, heilbrigðara hagkerfi
Einkenni á hagkerfum í kreppu eru núllvextir, eins og í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum síðustu ár. Núllvextir skapa aukna misskiptinu auðs enda fá þeir mestu verðmætin sem síst þurfa á þeim að halda.
Ísland slítur sig frá núllvöxtum með hækkun stýrivaxta sem þó eru í sögulegu lágmarki eða 1,25%.
Enn og aftur sýnir krónuhagkerfið íslenska yfirburði sína gagnvart núllvaxtahagkerfum.
Kveðja frá krónuvinafélaginu.
![]() |
Seðlabankinn hækkar vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)