Krónan staðfestir: EES-samningurinn er ónýtur

EES-samningurinn er tæplega 30 ára gamall, ætlaður þjóðum á leið í Evrópusambandið. Í dag eru það 3 smáríki, Ísland, Noregur og Liechtenstein, sem eiga aðild að samningnum á móti ESB. Bretum datt ekki í hug að ánetjast samningnum eftir útgöngu úr ESB með Brexit.

EES er vasaútgáfa af inngöngusamningi í Evrópusambandið. Ísland hætti við aðild að ESB áramótin 2012/2013 í tíð vinstristjórnar Jóhönnu Sig. Það er ekki pólitískur vilji til að Ísland gangi í ESB. Eftir Brexit er það pólitískur ómöguleiki.

Stefna verslunarkeðjunnar Krónunnar gegn íslenska ríkinu er á grunni EES-samningsins. Krónan telur sig eiga bætur inni hjá almenningi, ríkissjóði, vegna þess að ítrustu ákvæði EES voru ekki nýtt til að flytja inn í landið evrópska iðnaðarvöru undir merkjum landbúnaðar s.s. egg, kjöt og mjólkurvörur.

Líkt og aðrar þjóðir standa Íslendingar vörð um innlenda matvælaframleiðslu. Málssókn Krónunnar sýnir að innan ramma EES-samningsins er ekki hægt að gæta innlendra hagsmuna gagnvart útlöndum.

EES-samningnum á að segja upp strax. Samningurinn er óboðlegur fullvalda ríki.


mbl.is Krónan fer fram á milljarð í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband