Marx, Peterson og óţörfin ađ bjarga heiminum

Á legsteini Karl Marx í Highgate-kirkjugarđinum í London stendur: Hugsuđir hingađ til hafa reynt ađ skilja heiminn, en punkturinn er ađ heiminum ţarf ađ breyta.

Marx er meginhöfundur vinstristjórnmála síđustu 150 ára. Tilraunir til ađ breyta heiminum í hans anda eru margar. Sovétríkin fyrir hundrađ árum og Austur-Evrópa eftir seinna stríđ. Kúba, Kambódía og Venesúela eru dćmi frá síđustu áratugum. Eftirtekjan er ónýt samfélög og ótaldar milljónir glatađra mannslífa.

Áđur en ţú breytir heiminum skaltu tileinka ţér nennu og sjálfsaga ađ taka til í herberginu ţínu, segir samtímahugsuđurinn Jordan Peterson. Punkturinn er sá ađ hafi mađur ekki stjórn á eigin lífi sé borin von ađ mađur eigi erindi ađ bjarga heiminum.

Vinstrimenn sleppa óreiđunni í eigin lífi lausri á samfélagiđ. Í stađ ţess ađ axla ábyrgđ á sjálfum sér - taka til í herberginu - krefjast vinstrimenn ađ heimurinn ađlagi sig persónulegri óreiđu fárra. Menningarstríđiđ á vesturlöndum í seinni tíđ er langvinnt frekjukast fólks sem hefur ekki stjórn á eigin lífi.

Til ađ ná markmiđum sínum stofna vinstrimenn og frjálslyndir ótal félög, hvert međ sína útgáfu af heimsbjörginni. Félagakrađakiđ er í sífelldri leit ađ sameiginlegri óvinaímynd til ađ samfylkja gegn. Stöđugar upphrópanir á félagsmiđlum um ţennan eđa hinn heimsósómann eru bćnakvak friđlausra hópsála sem eru ekki í rónni nema í samfélagsófriđi.

Heiminum ţarf ekki ađ bjarga. Óreiđusálirnar ćttu ađ taka sér taki og lćra sjálfsbjörg. Viđ ţađ eitt yrđi heimurinn snöggtum betri.

 


Bloggfćrslur 19. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband