Sunnudagur, 2. maí 2021
Dópistar og fangar með Vinstri græna í vasanum
Vinstri grænir ganga erinda tveggja hagsmunahópa, fíkniefnaneytenda og fanga, þegar flokkurinn smíðar lagafrumvarp sem lögleiðir fíkniefni.
Heilbrigðisráðherra hreykir sér af baráttunni við Kínaveiruna en vill samtímis lögleiða heilsufarsvá sem drepur fleiri og leggur enn fleiri líf í rúst en veiruskrattinn. Kínaveiran leggst einkum á gamlingja en fíkniefni eyðileggja æskuna. Hvers á unga fólkið að gjalda?
Rök dópista fyrir lögleiðingu fíkniefna er að þeir eigi rétt á að eyðileggja eigið líf og sinna nánustu. Þetta eru sömu rökin og þau sem notuð eru gegn sóttvörnum. Maður á ekki að þurfa að sæta sóttkví, og enn síður einangrun, því það skerðir persónulegt frelsi manns. Í báðum rökfærslunum skiptir einstaklingurinn öllu máli en samfélagið engu. Þetta er frjálshyggja andskotans og Vinstri grænir hafa kokgleypt hana.
Rök fanga fyrir lögleiðingu fíkniefna eru sérlega áhugaverð. Í umsögn Afstöðu, hagsmunahóps fanga, segir:
Refsingar fyrir smávægileg vímuefnabrot geta eingöngu orðið til þess að fólk með vímuefnavanda festist í viðjum vímuefna til langframa.
Ef við breytum orðalaginu, tökum út ,,smávægileg vímuefnabrot" og setjum inn ,,smávægileg lögbrot" fáum við röksemdafærslu sem segir að ekki skuli refsa fyrir minniháttar lögbrot. Annars festist glæpamaðurinn ,,í viðjum glæpa til langframa." Sá sem nauðgar smávegis skal ekki að sæta refsingu því hann myndi þá nauðga til langframa. Þjófur sem stelur smávegis á heldur ekki að komast undir manna hendur, við það yrði hann stórþjófur.
Röksemdin er bull, líklega smíðuð í vímu.
Það liggur fyrir hvers vegna Vinstri grænir eru komnir í vasa hagsmunahóps dópista og fanga. Hugmyndin um lögleiðingu fíkniefna er komin frá Pírötum sem eru vettvangur fáráðlinga í röksemdafærslum. Samkeppni við fáráðlinga endar aðeins á einn veg. Í fávitahætti. Lögleiðing fíkniefna er einmitt það.
![]() |
Læknafélagið mótfallið afglæpavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)