Þriðjudagur, 27. apríl 2021
ESB hótar Bretum
Evrópusambandið hótar Bretum refsitollum vegna lausra enda í Brexit-samkomulagi um Norður-Írland.
Þá hóta frönsk yfirvöld að beita ESB fyrir sér og skaða breskar fjármálastofnanir ef Bretar leyfa ekki frönskum sjómönnum veiðar í landhelginni.
Þetta eru tvær svipmyndir af vinnulaginu í Brussel.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Rugl er betra en regla í alþjóðavegabréfum
Ef hvert land er með sínar reglur, hvert með sitt kerfi og hvert með sínar kröfur, þá mun það rugla farþega í ríminu og flugfélögin sömuleiðis, segir Akbar Al Baker, forstjóri ríkisflugfélags Katar.
Þarna talar forstjórinn um veiruvegabréf, sem er annað nafn á alþjóðlegu vegabréfi. Guð hjálpi okkur ef forstjórinn fær áheyrn. Alþjóðavegabréf kallar á alþjóðlegt yfirvald að gefa út og framfylgja alþjóðskírteini.
Veiruyfirvald á alþjóðavísu yrði ESB á sterum. Nei, takk.
![]() |
Stjórnandi Qatar Airways svartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)