Lýðræði, menning og farsótt

Aðeins Norðurlönd, Írland, Nýja Sjáland og Kanada eru fullveðja lýðræðisríki, samkvæmt tímaritinu Economist. Önnur ríki búa við áfátt lýðræði og allt upp í harðstjórn.

Economist kennir farsóttinni um versandi stöðu lýðræðis í heiminum. Ríki heims bregðast ólíkt við faraldrinum. Engin samþykkt uppskrift er við Kínaveirunni og lærdómurinn er fenginn jafnóðum og viðbrögð eru ákveðin með opinberum lögum og reglum.

Eitt sem einkennir þau ríki er fá jákvæða umsögn um lýðræði er að þau teljast fremur einsleit í alþjóðlegum samanburði og búa að menningarlegri samheldni.

Farsóttin er efnahagsleg, pólitísk og heilsufarsleg og skellur á með tilheyrandi hamförum. Einsleit menning þjóðríkja gerir þau betur í stakk búin að standast áraunina. 


mbl.is Hörmulegar afleiðingar Covid-19
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimenn hallast til þjóðhyggju

Hvers vegna er landamærunum ekki lokað? spyr breski Verkamannaflokkurinn í auglýsingaherferð og vill nota nýfengið fulleldi frá Brussel til að gera Bretland breskt á ný.

Upp með þjóðfánann og niður með alþjóðahyggjuna er viðkvæði Verkamannaflokksins. Til viðbótar eiga þingmenn flokksins að forðast drusluklæðnað pírata á alþingi. Virðulegur klæðnaður hæfir ábyrgum málflutningi; drusla í útliti er drusla í hugsun.

Svo gerist það að vestræna elítan frestar Davos-fundum að ræða alþjóðavæðinguna. Óformlegt bandalag hefur verið á milli vinstrimanna og vestrænu valdaelítunnar. Vísindaskáldskapur um manngert loftslag í heimsþorpinu er límið í bandalaginu.

En nú er hún Davosbúð stekkur. Vinstribörnin orðin þjóðleg og alþjóðahrafnarnir flognir. Heimur batnandi fer.


mbl.is Davos-ráðstefnunni frestað í annað sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband