Laugardagur, 20. febrúar 2021
Neyðarástand vegna kulda - en samt skal trúað á hlýnun
Enginn sá fyrir kuldakastið sem lamar suðrríkin í Bandaríkjunum. Vegna áróðurs um manngerða hlýnun var orkukerfið í Texas og víðar illa í stakk búið að takast á við kuldann. Sólarrafhlöður og vindmyllur duga skammt í snjóbyl, eins og kunnáttumaður rekur.
En þótt sérfræðingar í loftslagsmálum sjá ekki fyrir veðrið næstu vikur segja sumir þeirra kokhraustir að það munu hlýna af mannavöldum næstu árin. Biden-stjórnin trúir slíkum hjávísindum og ætlar að gangast inn á Parísarsamkomulagið um manngert veður.
Enginn veit kjörhitastig jarðarinnar en samt ætla menn sér að breyta hitastiginu í þágu náttúrunnar, að sögn. Náttúran gerir bara grín að mannfólkinu og skapar neyðarástand með kuldabola.
![]() |
Mun lýsa yfir neyðarástandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 20. febrúar 2021
Viðskipti, traust og landsstjórnin
Viðskipti aukast, traust á alþingi eykst og heilbrigðiskerfið tekur hástökk í trúverðugleika, segir í könnun.
Í sömu könnun má lesa að umboðsmaður krónunnar, Seðlabanki Íslands, hefur tiltrú landsmanna.
Í byrjun góu á kosningaári er landsstjórnin á réttu róli í flestum málum.
![]() |
Neysla innanlands jókst um 2,5% milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)