Íhaldið ekki lengur skammaryrði

Morgunblaðið tilkynnti í dag, óbeint, að orðið íhald yfir Sjálfstæðisflokkinn er ekki lengur skammaryrði. ,,Kynslóðaskil í boði í prófkjörum íhaldsins," er fyrirsögnin á blaðsíðu fjögur um framboðsmál Sjálfstæðisflokksins.

Á millistríðsárunum varð ,,íhald" skammaryrði. Íhaldsflokkurinn þáverandi skipti um nafn og verð Sjálfstæðisflokkur.

Á erlendum málum vísar íhald í varðveislu, konservera. 

Varðveisla er einmitt mál málanna eftir misheppnað alþjóðafrjálslyndi síðustu áratuga annars vegar og hins vegar kæfandi kófið í samtímanum.

Íhaldsmenn eru í góðri stöðu á kosningaári á Fróni.


Útlenskar mafíur, mannréttindi glæpamanna

Mafíumorð á Íslandi er hvorki góð landkynning né geðþekk viðbót við mannlífsflóruna. Íslendingar virðast á annarri leið en nágrannaþjóðirnar sem kappkosta að losa sig við erlendan glæpalýð.

Hér á Fróni eru mannréttindi glæpamanna frá útlöndum í hávegum.

Alþingi ætti fremur að festa í lög tafarlausa brottvísun erlendra glæpamanna en að bjóða þá velkomna. Ef sitjandi þingmenn taka ekki á sig rögg þurfum við að skipta þeim út í haust.


mbl.is Uppgjör í undirheimum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband