Þriðji aðili ritstýrir Kjarnanum og Stundinni. Hver?

Að morgni dags 21. maí birtu Stundin og Kjarninn tvær ítarlegar fréttaskýringar. Stundin birti kl. 0600 og Kjarninn 7:52. Báðar fréttaskýringarnar byggðu alfarið á gögnum er stolið var frá Páli skipstjóra Steingrímssyni á meðan hann var meðvitundarlaus vegna eitrunar.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri er höfundur pistilsins í Kjarnanum. Hann segir í rammagrein með fréttaskýringunni:

Ábyrgðarmenn Kjarnans vilja taka fram að umrædd gögn sem eru grundvöllur umfjöllunar miðilsins bárust frá þriðja aðila. Starfsfólk Kjarnans hefur engin lögbrot framið...

Þessi þriðji aðili er utanaðkomandi. Hann stendur fyrir lögbrotinu, samkvæmt orðum ritstjórans. Þriðji aðilinn úthlutar Stundinni og Kjarnanum stolnum gögnum. Gögnin út síma skipstjórans eru flokkuð til að úr verði tvær fréttasýringar. Sama fréttin en efnisatriðin ekki þau sömu. Þriðji aðilinn kann til verka í fréttamennsku. Jafnframt ákveður þriðji aðili hvenær efnið skuli birt, að morgni dags 21. maí. Það skapar tækifæri fyrir reiðibylgju: netheimar loga. Þriðji aðilinn veit hvernig skal hámarka samfélagsleg áhrif fréttaflutnings.

Stundin og Kjarninn kynna sig sem sjálfstæða fjölmiðla er lúti eigin ritstjórn. Út á það fá miðlarnir ríkisstyrk. En samt er það þriðji aðili sem ritstýrir báðum útgáfum. Hér er um að ræða falskar forsendur og misnotkun á almannafé.

Hver getur þriðji aðilinn verið? Það kemur aðeins einn aðili til greina, RÚV. 

(Aths.ritstj: Tilfallandi athugasemdir þiggja ekki ríkisstuðning. Páll Vilhjálmsson ritstýrir einn, án aðkomu þriðja aðila.)

 

 


Bloggfærslur 8. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband