Þriðjudagur, 21. desember 2021
Í fangelsi frásagnarinnar
Ráðandi frásögn af ómíkrónútgáfu Kínaveirunnar er að hún sé hættuleg. Sömu sóttvarnir og notaðar voru gegn frumútgáfunni og deltaafbrigðinu skal viðhafa í þessari umferð. Segir ráðandi frásögn.
,,Ef við horfum á reynsluna, sérstaklega í Danmörku, þá segir það okkur að skynsamlegt sé að fara varlega," segir Sigurður Ingi innviðaráðherra og endurómar viðtekna speki.
Ekki er hægt að áfellast stjórnvöld. Þau reyna sitt besta til að skerðingar og lokanir verði ekki meiri en brýnasta þörf krefur innan ramma frásagnarinnar.
Kóngur vill sigla en frásögnin hlýtur að ráða. Þeir sem efast ættu að ígrunda að eftir þrjá daga er vestræn alheimshátíð i tilefni af frásögn af fæðingu sveinbarns í útjaðri Rómarveldis.
Fyrir tvö þúsund árum skyldi skrásetja heimsbyggðina. Nú skal hún bólusett.
![]() |
Virðist engan enda ætla að taka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)